fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Eyjan

„Ógeðsleg árás á alþýðu þessa lands“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 22. júní 2017 15:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þ. Máni Pétursson útvarpsmaður. Samsett mynd/Sigtryggur Ari

„Þegar þú kaupir vöru með korti debet eða kreditkorti greiðir seljandinn 0,4-3,9% til kortafyrirtækisins sem gefur út kortið. Sem sagt af hverjum 1000 krónum sem þú eyðir á kortið þitt fær Borgun og Kreditkort 4 – 39 krónur. Fjármálaráðherra er með þessari aðgerð að auka tekjur kortafyrirtækjana og banka umtalsvert. Ég læt alveg ósagt hversu óheppilegt það er vegna hagsmunatengsla sem leiðtogar þessarar ríkistjórnar hafa við kortafyrirtæki.“

Þetta segir Máni Pétursson útvarpsmaður á X-inu á Fésbók, fer hann hörðum orðum um áform Benediks Jóhannessonar fjármálaráðherra að leggja af 5 og 10 þúsund króna seðlana með það að langtímamarkmiði að draga almennt úr notkun á reiðufé:

Ef maður skoðar þetta síðan útfrá frelsi einstaklingsins. Sem er orð sem íslenskir hægrimenn hafa lengi gjaldfellt. Þá er þetta beinlínis siðlaust. Það er í raun verið að gefa bankafyrirtækjum og kortafyrirtækum leyfi til þess að kortleggja alla okkar neyslu,

segir Máni og bætir við:

Að halda því fram að þetta sé til þess að koma í veg fyrir skattsvik er síðan í raun og veru ógeðsleg árás á alþýðu þessa lands.

Segir Máni að Viðreisn væri nær að skoða íslensk fyrirtæki sem selji auðlindir þjóðarinnar erlendu fyrirtæki sem er í þeirra eigu, það væri heldur ekki vitlaust að skoða ríkisbókhaldið og hvort það sé nauðsynlegt að hafa innmúraða hægrimenn á spena ríkisins, það sé kominn tími til að þeir, líkt og almenningur, séu metnir að eigin verðleikum:

Það hefur alveg farið framhjá mér að eldri borgarinn í einbýlishúsinu sínu sem leigir frænku sinni herbergi á 20 þús sé vandamálið, að píparinn sem lagaði ofnana heima hjá mér og fékk 5 þús kall fyrir sé vandamálið. Meira segja gaurinn sem selur félaga mínum kókaín hann er ekki vandamálið. Það er einmitt enginn þeirra með peningana sína í skattaskjólum þeir eru allir að eyða þeim á íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí