fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Eyjan

Varðbergsráðstefna á föstudaginn: Aukið vægi Atlantshafs innan NATO

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 21. júní 2017 18:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varðberg og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands standa fyrir ráðstefnu um öryggismál á Norður-Atlantshafi í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins, föstudaginn 23. júní frá kl. 14.00 til 17.00.

Undanfarin misseri hefur áhugi NATO á Norður-Atlantshafssvæðinu aukist. Þar hefur heræfingum undir merkjum NATO fjölgað og á næstunni verður haldin flotaæfing í nágrenni Íslands. Hefur mikilvægi GIUK hliðsins og hafsvæðisins í kringum Ísland vaxið? Taka hernaðarumsvif á Norður-Atlantshafi breytingum á komandi árum?

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra setur ráðstefnuna.

Frummælendur:

Clive Johnstone, flotaforingi, yfirmaður flotastjórnar NATO

John Newton, flotaforingi, yfirmaður Atlantshafsflota Kanada

Sóley Kaldal, áhættuverkfræðingur á aðgerðasviði Landhelgisgæslu Íslands

Jacob Børresen, fyrrverandi foringi í norska flotanum

Jim Townsend, fyrrverandi aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna

Auk frummælenda munu Arnór Sigurjónsson, skrifstofustjóri öryggis- og varnarmála í utanríkisráðuneytinu og Jóna Sólveig Elínardóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, taka þátt í pallborðsumræðum.

Björn Bjarnason, formaður Varðbergs, segir að þetta sé fjórða ráðstefnan á tæpu ári sem Varðberg og Alþjóðmálastofnun HÍ efna til um þróun mála á Norður-Atlantshafi og breytingar í öryggismálum á svæðinu.

Hann segir að á ráðstefnunni nú gefist tækifæri til að kynnast annars vegar viðhorfum flotaforingja frá Bretlandi og Kanada og hins vegar reynslumikilla manna frá Noregi og Bandaríkjunum sem hafa áratuga sýn yfir þróun og stöðu mála á N-Atlantshafi. Þá verði hlutverki Landhelgisgæslu Íslands lýst og stöðu Íslands.

Ráðstefnan er öllum opin.

Birtist upphaflega á vefsíðu Varðbergs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?