fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Eyjan

Ráðherra vill reisa flugstöð í Vatnsmýri

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 21. júní 2017 09:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gunnarsson samgönguráðherra.

Jón Gunnarsson samgönguráðherra vonast til að hægt verði að hefjast handa við að reisa nýja flugstöð í Vatnsmýri á næsta ári, vill hann að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á sama stað og nú. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag. Hyggst ráðherra skipa nýjan starfshóp til að meta flugvallarkosti fyrir innanlandsflug.

Mun hópurinn vinna með niðurstöðu Rögnunefndarinnar sem komst að þeirri niðurstöðu árið 2015 að Hvassahraun væri besti kosturinn fyrir staðsetningu á flugvelli, en nefndin kannaði ekki kosti þess að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Í nýja hópnum verða sem fyrr fulltrúar ríkisins, Reykjavíkurborgar og Icelandair, en einnig fulltrúar landsbyggðarinnar.

Það er í mín­um huga mik­il­vægt að hefja sóma­sam­lega upp­bygg­ingu á aðstöðu fyr­ir farþega og starfs­menn í Vatns­mýri,

Mynd/Sigtryggur Ari

sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. Ólafur Þór Ólafsson formaður Svæðisskipulags Suðurnesja segir að Hvassahraun henti ekki undir flugvöll þar sem svæðið sé helsta vatnsverndarsvæði Suðurnesja, telur ráðherra að það þurfi að skoðast betur, langt sé í að annar flugvöllur verði byggður og fljótlega komi út skýrsla sem hann hafi látið vinna um öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar.

Air Iceland Connect, áður Flugfélag Íslands, hefur þegar látið teikna nýja flugstöð í Vatnsmýri sem yrði á sama stað og sú sem er nú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?