fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Eyjan

Varaþingmaður Pírata hvetur fólk til að misnota neyðarnúmerið 112

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 20. júní 2017 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/DV

Andri Þór Sturluson varaþingmaður Pírata segir að það eina sem fólk sem sé á móti sýnilegum vopnaburði lögreglu geti gert sé að hringja í lögregluna og tilkynna um grunsamlega vopnaða menn. Þegar það sé gert í hvert skipti sem sjáist í lögreglumann vopnaðan byssu þá neyðist ríkislögreglustjóri að endurskoða að hafa vopnaða lögreglumenn á almannafæri. Hefur ríkislögreglustjóri sagt að sýnilega vopnaðir lögreglumenn verði á fjölmennum samkomum í sumar, en mikið hefur verið rætt um vopnaburð lögreglu í litahlaupinu og á þjóðhátíðardaginn.

Það sem við get­um gert sem erum á móti sýni­leg­um vopna­b­urði lög­regl­unn­ar, er að hringja á lög­regl­una og til­kynna grun­sam­lega vopnaða menn alltaf þegar við sjá­um byss­ur, sama hver ber þær. Ef nógu marg­ir hringja stöðugt í Neyðarlín­una vegna ógn­andi manna með skot­vopn þá geta þeir þetta ekki,

Andri Þór skipaði 3.sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum og tók sæti á Alþingi í vor. Mynd/piratar.is

skrif­ar Andri Þór, birti hann skrif sín bæði á sinni persónulegu Fésbókarsíðu og á Pírataspjallinu. Hugmynd varaþingmannsins hefur fengið blendin viðbrögð og hefur honum verið bent á að ef neyðarlínan verði teppt í mótmælaskyni þá geti það komið niður á þeim sem þurfa nauðsynlega á þjónustunni að halda. Ekki þarf mikið til, en DV greindi frá því um helgina að maður á níræðisaldri hafi nauðsynlega þurft á Neyðarlínunni að halda en það var ekki svarað fyrst um sinn vegna anna og manneklu, þurftu þeir sem komu að manninum að bíða í 7 mínútur frá fyrsta símtali áður Neyðarlínan svaraði. Andri segir að  algengt sé að mótmælendur hindri framgang lögreglu í hefðbundnari mótmælum og því yrði þetta ekki einsdæmi, mótmælin þurfi heldur ekki að standa lengi:

Spurningin sem við glímum við er hvað er mikilvægt og hvað erum við tilbúin að gera. Í þessari litlu vangaveltu minni myndu 20 mínútur duga til að gera lögregluna afturreka með byssurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?