fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Eyjan

Píratar koma varaþingmanni til varnar: „Satíra er mikilvægt tól í lýðræðisríki!“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 20. júní 2017 15:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Píratarnir Sara Óskarsson og Andri Þór Sturluson. Samsett mynd/DV

Viðbrögðin við hugmynd Andra Þórs Sturlusonar um að teppa neyðarnúmerið 112 til að mótmæla sýnilegum vopnaburði lögreglu hafa verið vægast sagt blendin. Hefur hann verið harðlega gagnrýndur fyrir að stofna lífi fólks í hættu með því að teppa númerið og hefur Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Framsóknarflokksins meðal annars kallað Andra „þvílíkan vitleysing“.

Sara Óskarsson þingmaður Pírata kemur Andra Þór til varnar á Pírataspjallinu og segir hún að hann sé einfaldlega grínisti, en það sagði Andri Þór í samtali við Vísi í dag:

Ég vil ekki að fólk sé að teppa neyðarlínuna. Þó að ég komi með eitthvað svona. Mér finnst eins og við hugsum aldrei, við erum alltaf svo snögg að verða reið og brjáluð í staðinn að lesa hvað er verið að segja, melta það og ræða það síðan. Það er alltaf einhver óvinur sem við búum til sem við þurfum að hata og ráðast á,

sagði Andri. Sara líkir honum við Hugleik Dagsson grínista:

Satíra er mikilvægt tól í lýðræðisríki! Til dæmis hefur Hugleikur Dagsson sýnt vel fram á það í gegnum tíðina,

Sara líkir Andra, sem ritstýrði ádeilusíðunni sannleikurinn.com, við grínistann Hugleik Dagsson. Mynd: DV

segir Sara. Ásmundur Alma Guðjónsson varaformaður Ungra Pírata tekur undir með Söru og segir:

„Andri er grínisti með svartan húmor sem hefur frá upphafi gert í því að ganga fram af fólki. Hér gekk hann lengra en ég hef séð hann gera og gekk jafnvel fram af mér. Og ég kalla ekki allt ömmu mína skal ég segja ykkur,“

segir Ásmundur og bætir við að byssur geri ekkert nema ýta undir ótta almennings:

Staðreyndin er sú að það er hreinlega rótgróið munstur að almennir borgarar deyji og eru í meiri hættu vegna vopnaburðar lögreglu, þar sem þau eru látin ganga með byssur. Viljum við sem samfélag fara þangað?

Umræðan um tillögu Andra Þórs hefur vakið hörð viðbrögð á Pírataspjallinu og virðist sem fáir taki tillögunni sem brandara, hefur meðal annars talað um tillöguna sem þá heimskustu sem þingmaður eða varaþingmaður hafi borið á borð. Þar að auki telja sumir sem eru andvígir sýnilegum vopnaburði lögreglu að tillaga Andra geri málstaðnum ekkert gagn og er hann hvattur til að draga hana til baka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?