fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Eyjan

Dregur úr fjölgun ferðamanna

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 20. júní 2017 09:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríflega 146 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í maí síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastöð Leifs Eiríkssonar. Það eru 22 þúsund fleiri en í maí 2016 og nemur því fjölgunin 17,8 prósentustigum milli ára. Þessi fjölgun er þó talsvert minni en fyrri mánuði þessa árs samkvæmt tölum Ferðamálastofu.

Í janúar fjölgaði ferðamönnum um 75,3 prósentustig milli ára, 47,3% í febrúar, 44,4% í mars og 61,8% í apríl. Alls hafa 752 þúsund erlendra ferðamanna farið um Leifsstöð á þessu ári, sem er 46,5% aukning miðað við sama tímabil 2016.

Bandaríkjamönnum fjölgar verulega og voru þeir rúmlega þriðjungur allra erlendra ferðamanna sem komu hingað til lands. Bretar eru næst flestir en talsvert færri eða 7,8%, fækkar komu Breta hingað um 28% á milli ára. Þar á eftir koma Þjóðverjar, 7,4%, svo Kanadamenn, 6,2% og Frakkar, 5,2%.

Gistinóttum fjölgar í takt

Gistinóttum erlendra ferðamanna fjölgaði um allt land á fyrstu fjórum mánuðum ársins, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Voru gistinætur á hótelum í apríl 292.100 sem er 25% aukning miðað við apríl í fyrra. Gistinætur erlendra gesta voru 84% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 26% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 21%. Á tólf mánaða tímabili frá maí 2016 til apríl 2017 var heildarfjöldi gistinátta á hótelum 4.122.000 sem er 32% aukning miðað við sama tímabil árið áður.

Á síðastliðnum fimm árum hefur fjöldi ferðamanna þrefaldast, þar af hefur fjöldi ferðamanna frá Norður-Ameríku sexfaldast. Að sama skapi eru Íslendingar duglegri að fara erlendis, í maí fóru 52 þúsund Íslendingar til útlanda, 17,8% fleiri en í maí í fyrra. Alls hafa 227 þúsund Íslendingar farið til útlanda á þessu ári, sem eru 22,9% fleiri en á sama tímabili í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?