fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Eyjan

Segir forsetann beita framsæknum lögskýringum líkt og forveri hans

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 15. júní 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og forveri hans í embætti, Ólafur Ragnar Grímsson.

Í kjölfar þess að Alþingi samþykkti umdeilda skipun dómara í Landsdóm sem Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra lagði fram gerðu einhverjir, þar á meðal Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata sér vonir um að Guðni Th. Jóhannesson forseti myndi hafna því að veita skipuninni samþykki sitt. Það gerði forsetinn ekki og gaf frá sér yfirlýsingu þar sem hann rökstuddi þessa ákvörðun sína. Þetta er Þorbirni Þórðarsyni hugleikið í leiðara Fréttablaðsins sem birtist í dag undir yfirskriftinni „Útvíkkun valds“.

Þorbjörn segir að yfirlýsing forsetans sé „óvenjuleg“ og þar komi fram að hann telji sig hafa það „hlutverk að endurskoða tillögu ráðherra sem borin er undir hann til undirritunar samkvæmt 19. grein stjórnarskrárinnar með tilliti til þess hvort hún sé haldin verulegum annmörkum.“

„Komst ég að þeirri niðurstöðu að mistök hefðu ekki átt sér stað við undirbúning og tilhögun atkvæðagreiðslunnar 1. júní og hún hefði verið í samræmi við lög, þingvenju og þingsköp,“ segir forsetinn í yfirlýsingu sinni.

Það er almennt talið að forseti Íslands hafi í raun lítil völd að undanskildu hlutverki hans við myndun stjórna og málskotsréttinn sem hann hefur samkvæmt 26. grein stjórnarskrár lýðveldisins. Þorbjörn bendir á 11. grein stjórnarskrárinnar þar sem segir að forsetinn sé ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnu og þá 13. þar sem segir að hann láti ráðherra framkvæma valda sitt.

Þegar ákvæði stjórnarskrárinnar um að forsetinn hafi ákveðin störf með höndum eru skoðuð í þessu ljósi sést að vald forsetans er aðeins formlegt. Nokkuð útbreidd samstaða er um þetta meðal fræðimanna í stjórnskipunarrétti. Er þessari afstöðu meðal annars lýst í fræðiriti Bjargar Thorarensen prófessors, Stjórnskipunarréttur – undirstöður og handhafar ríkisvalds, sem kom út 2015,

segir Þorbjörn í leiðara Fréttablaðins.

Þorbjörn Þórðarson fréttamaður.

Björg segir vafa leika á því hvaða áhrif það myndi hafa ef forseti tæki þá ákvörðun að neita að undirrita tillögur ráðherra um þau mál sem krefjast undirritunar hans samkvæmt stjórnarskrá og sumir halda því fram að ef forseti neitaði að undirrita skipti það engu máli, svo valdalítill sé hann. Þorbjörn segir að svo langt gangi Björg ekki og hún taki í meginatriðum undir skoðanir Ólafs Jóhannessonar og fleiri sem vilja meina að „forsetinn verði ekki þvingaður til jákvæðra athafna að hann geti haft öryggishlutverk við óvenjulegar aðstæður.“ Því segir hann að þó að yfirlýsing forsetans hafi verið óvenjuleg sé hún ekki algjörlega út úr kú.

Þessi vafi á því hvort, og þá hvaða áhrif það myndi hafa ef forseti neitaði að skrifa undir telur Þorbjörn undirstrika „nauðsyn þess að endurskoða og skýra ákvæði stjórnarskrárinnar um forsetaembættið.“ Forveri Guðna, Ólafur Ragnar Grímsson hafi óspart nýtt sér þennan vafa til að beita framsæknum lögskýringum til að auka við völd sín, „í krafti þagnar eða óskýrra ákvæða um valdheimildir embættisins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með