fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Eyjan

60% fjölgun umsókna um vernd á Íslandi milli ára – 420 umsóknir það sem af er ári

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 15. júní 2017 13:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flóttamenn og hælisleitendur í Berlín. Mynd/Getty

Alls sóttu 82 einstaklingar um alþjóðlega vernd á Íslandi í síðastliðnum mánuði og er samanlagður fjöldi umsókna á fyrstu fimm mánuðum ársins 370 sem er 60% fjölgun umsókna frá sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Útlendingastofnun.

Þann 14. júní höfðu 50 einstaklingar sótt um vernd í júnímánuði og er því heildarfjöldi umsókna orðinn 420. Haldi þessi þróun áfram má búast við því að fyrir árslok muni milli 1700 og 2000 einstaklingar sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi.

Umsækjendur í maí voru af 17 þjóðernum. Flestir komu frá Albaníu (29) og Írak (12). Alls voru 46% umsækjenda komu frá ríkjum Balkanskagans. Þá eru 78% umsækjenda voru karlkyns og 22% kvenkyns. Mikill meirihluti eða 82% umsækjenda voru fullorðnir, aðeins18% yngri en 18 ára, þar af þrír umsækjendur kváðust vera fylgdarlaus ungmenni.

122 umsóknir afgreiddar í maí

Niðurstaða fékkst í 122 mál í meðferð Útlendingastofnunar í síðasta mánuði. Þar af 34 umsóknir voru teknar til efnislegrar meðferðar og voru 12 mál afgreidd í forgangsmeðferð. Í 37 tilfellum voru málin afgreidd með ákvörðun um endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.

Fimm umsóknum var synjað vegna þess að umsækjendur höfðu þegar fengið vernd í öðru ríki og 46 umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka eða létu sig hverfa.

22 þeirra 34 mála sem tekin voru til efnislegrar meðferðar lauk með ákvörðun um synjun og tólf með ákvörðun um veitingu verndar, viðbótarverndar eða dvalarleyfis af mannúðarástæðum segir í tilkynningunni.

Að sögn stofnunarinnar njóta nú um 545 einstaklingar þjónustu í verndarkerfinu hér á landi. Þar af eru 235 í þjónustu hjá félagsþjónustum Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. Þetta er gert á grundvelli þjónustusamnings við stofnunina. Móttöku- og þjónustuteymi Útlendingastofnunar veita um 310 einstaklingum þjónustu í búsetuúrræðum stofnunarinnar.

Alls voru 35 einstaklingar fluttir úr landi í maí og aðrir 20 yfirgáfu landi af fúsum og frjálsum vilja með stuðningi Útlendingastofnunar og einn með aðstoð Alþjóða fólksflutningastofnunarinnar, IOM.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með