fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Eyjan

Pétur: Samfylkingin kann ekki leikinn

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 11. júní 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að Pétur Georg Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, hafi fundið sig á Vestfjörðum. Borgarbarnið úr Fossvoginum fór vestur árið 2000, nýlega búið að missa föður sinn, áttavillt en fann leiðina sína undir fjöllunum, við hafið, með fólkinu fyrir vestan. Hann lýsir flutningnum vestur, þar sem hann tókst á við átök fylgjandi því að verða fullorðinn, að byggja sig upp, sem bestu ákvörðun sem hann hefur tekið í lífinu. Á þeim grunni byggði hann þegar hann sneri aftur suður í nám og lífið sem beið fyrir sunnan. Tólf árum seinna sneri hann aftur vestur þar sem hans tónlist ómar ennþá. Pétur er í ítarlegu viðtali við helgarblað DV.

Samfylkingin kann ekki leikinn

Pétur varð framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2008 til 2009 en á svipuðum tíma fór hann að gera sig gildandi í starfi Samfylkingarinnar. Árið 2009 varð hann formaður Hallveigar, ungliðahreyfingar flokksins í Reykjavík, og hann var einnig varaþingmaður Samfylkingarinnar kjörtímabilið 2009 til 2013. „Ég var varaþingmaður í Jóhönnustjórninni, kom inn á þing, og ég er mjög stoltur af því að hafa tekið þátt í því verkefni og að hafa látið til mín taka. Það er ótrúlega margt sem þar kláraðist sem er enn í dag að veita okkur meðbyr inn í framtíðina.“

Pétur hefur miklar skoðanir á flokknum sínum sem hann segir að sé úr tengingu við landsbyggðina og eins lengi og ekki verði tekið á því fari flokkurinn þar erindisleysu.

„Upphafið að Samfylkingunni var auðvitað að ná saman þessum vinstri væng og skapa á sama tíma rótfasta tengingu við miðjuna. Að mínu viti er greiningin á vandræðum Samfylkingarinnar í dag, sem eru veruleg, röng. Það er oft talað um Jóhönnutímabilið eins og það hafi verið svo ægilegt og þar eigi hnignunin rót sína. Jóhönnutímabilið var ekkert  agalegt, þetta var bara erfitt kjörtímabil og erfið verkefni sem þurfti að takast á við með alvöru hugmyndafræði og mikill árangur sem náðist, sem njótum í dag,“ segir Pétur og bætir við:

„Vandamál Samfylkingarinnar er miklu fremur að hún er rótsterkur borgarflokkur sem nær árangri, en er á sama tíma hins vegar alveg vonlaus landsbyggðarflokkur. Hún kann ekki á landsbyggðina. Hún hefur ekki erft hæfileika fyrirrennara sinna í þeim efnum, hún spilar ekki leikinn og kann það ekki. Samfylkingin hefur ekki verið raunverulegur valkostur fyrir nema bara algjört kjarnafylgi á landsbyggðinni, hún nær ekki breiðari skírskotun. En þrátt fyrir allt var það þetta sem bjargaði henni í síðustu kosningum, íhaldssami landsbyggðararmurinn ákvað að standa áfram við bakið á flokknum sínum.“

Ítarlegt viðtal má finna við Pétur í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?