fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Eyjan

Ögmundur: Vopnaburður lögreglu er ógn við öryggi okkar

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 11. júní 2017 18:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Jónasson. Mynd/DV

Ögmundur Jónasson skrifar:

Ég leyfi ég mér að fullyrða að sýning á vopnuðum lögreglumönnum við samkomur fólks hefur engan fælingarmátt gegn illvirkjum. ENGAN.

Vopnuð lögregla ógnar þvert á móti eigin öryggi og öryggi borgaranna. Þetta var lengstum afstaða samtaka lögreglumanna og vísbendingar hafa komið fram um að afstaða almennings hafi til þessa verið á sama veg. Og hvað sem líður áliti annarra þá hefur mín afstaða ætíð verið þessi:  Vopnavæðingin færir okkur inn í vítahring stigmögnunar ofbeldis.

Við höfum vissulega sérsveit sem getur gripið til vopna í varnarskyni fyrir þjóðfélagið undir mjög sérstökum aðstæðum og allataf af augljóslega gefnu tilefni. Lögregluna á tvímælalaust að efla, eins og samstaða myndaðist um eftir niðurskurð hrunáránna, með fjölgun í liðinu og bættri aðstöðu í hvívetna. Vopn vega aldrei upp undirmönnunum, þvert á móti er það beinlínis hættuleg blanda.

Í friðsömu þjóðfélagi er engu líkara en yfirvöldin séu að minna á að hér geti hent það sama og hent hefur víða um heim, einkum í þeim ríkjum sem hafa haft sig mest í frammi á ofbeldisfullan hátt fjarri sinni heimaslóð. Við eigum að fara varlega í að stimpla okkur inn í stríðsátök.

Með vopnasýningunni á fjölskylduhátíð í Reykjavík nú um helgina var stigið skref sem verður að stíga til baka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?