fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Eyjan

Glímu gömlu flokkanna við vantraust fjarri því að vera lokið

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Laugardaginn 10. júní 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgvin G. Sigurðsson ritstjóri Suðra og fyrrverandi ráðherra.

Fyrir liðlega einni öld tóku stéttastjórnmálin á síg skýra mynd á velli íslenskra stjórnmála. Bændaflokkur, verkalýðsflokkur og borgaralegt íhald skiptu með sér fylginu, og stéttirnar tókust á um nýtt Ísland.

Klofningur vinstra megin miðjunnar og sú breiða regnhlíf borgaralegra afla sem Sjálfstæðisflokkurinn um margt varð tryggði honum yfirburðastöðu í flokkakerfi 20. aldarinnar. Því veldi varð ekki ógnað fyrr en Samfylkingin varð til árið 1999, en nú er enginn flokkanna svipur hjá sjón.

Flokkakerfið er nú í fjörbrotum. Mið- og vinstri flokkanir margir, smáir og sundraðir og hið forna stórveldi sjálfstæðismanna keppir nú um að halda fjórðungsfylgi í stað 40% áður.

Kjósendur skipast í svipaða hópa og fyrr, að því er virðist. Þriðjungur kýs heldur til hægri en mikill meirihluti til miðju og vinstri aflanna. Ný nöfn um svipuð stefnumið breyta engu um  það. Hinsvegar er ljóst að umróti stjórnmála eftirhrunsáranna er fjarri því að vera lokið.

Sumpart rataði umræðan aftur í fyrri farveg stéttastjórnmálanna um skiptingu auðs og eignahald ríkisins á auðlindum og atvinnuvegum. Kannski að jafnaðarmenn sameinist á ný rúmri öld eftir stofnun Alþýðuflokksins undir merkjum hans eða til verði ný samfylking? Breiðara samflot á borð við það sem tryggði félagshyggjufólki yfirráðin fyrir Reykjavík með sigri Reykjavíkurlistans árið 1994.

Það er allavega ljóst að glímu gömlu flokkanna við vantraust og ný viðhorf er fjarri því að vera lokið. Skyndilega getur komið til Alþingiskosninga, svo veikt stendur ríkisstjórnin að það er tímaspursmál hvenær eitthvað gefur eftir. Því verða flokkarnir vinstra megin við Sjálfstæðisflokkinn að leggja deilur um dægurmál til hliðar og freista þess að ná saman um meginmálin. Skiptingu gæðanna og eignahald þjóðarinnar á auðlindum til sjós og lands.

Sameinuð getur félagshyggjublokkinn haft þau áhrif á Íslandi á 21. öldinni sem íhaldið hafði á þeirri 20. En til að það verði raunin þurfa smákóngar og drottningar að leggja hégómann til hliðar og hugsa stórt. Þá geta góðir hlutir gerst á ný.

Björgvin G. Sigurðsson, leiðari í Suðra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?