fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Meirihluti: Ráðherra sinnti sinni skyldu – Jón Þór: „Við þurfum fokking tíma!“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 1. júní 2017 13:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata. Mynd/DV

Hart er tekist á um skipan dómara í Landsrétt á Alþingi, þingfundur hófst kl.11 og er aðeins eitt mál á dagskrá. Þingmenn meirihlutans telja óþarfi að draga málið á langinn og segja Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra hafa komið með fullnægjandi rökstuðning fyrir því að fara ætti eftir tillögu sinni við skipan dómara í Landsrétt.

Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði við upphaf þingfundar í morgun að það væri ótvírætt að dómsmálaráðherra hafi rökstutt tillögu sína á grundvelli málefnalegra sjónarmiða. Því eru þingmenn stjórnarandstöðunnar ósammála.

Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Eyjan/Gunnar

Sagði Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins að það væri ekki verkefni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að fjalla um einstök dómaraefni heldur að vera varnagli um meðferð ráðherra á málinu og nú þegar málið væri komið í hendur Alþingis væri tilefni til að endurskoða lögin og ferlið við mat á hæfni dómara. Sagði Sigurður Ingi að ráðherra hefði ekki ökstutt hvernig hún valdi þá fimmtán sem hún lagði til úr hópi þeirra 24 sem hún sagði hæfasta og að hann hefði ekki gögn né þann tíma til að sannfærast um að ráðherra hefði unnið málið eins og gera verði kröfu um.

Pawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar kom ráðherra til varnar og sagði rökstuðning hennar um að vægi dómarareynslu vegi þyngra en lögmannsreynsla gengi upp. Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók í sama streng, Teitur Björn Einarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins einnig.

Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata sagði að þingmenn sem væru almennir borgarar, ekki lögmenn, þyrftu tíma til að fara yfir málið. Missti hann þá stjórn á skapi sínu í pontu þegar hlegið var í þingsal og sagði:

Þingmaðurinn hlær. Þingmenn verða að átta sig á því að á þetta þing veljast almennir borgarar sem eru ekki allir lögmenn og við þurfum fokking tíma til þess að geta unnið þetta mál!

Jón Þór baðst svo velvirðingar á sínum orðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa