fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Meirihluti Íslendinga ósammála því að sumir kynþættir, trúarbrögð eða menningarheimar séu æðri öðrum

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 1. júní 2017 17:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar eru í þriðja sæti yfir þjóðir þar sem fæstir styðja fullyrðingar um yfirburði ákveðinna   trúarbragða, kynþátta eða menningarheima. Gallup hefur sent frá sér niðurstöður gríðarstórrar alþjóðlegrar könnunar um viðhorf fólks til þess hvort ein trúarbrögð, einn kynþáttur eða einn menningarheimur sé öðrum æðri eða ekki. Alls tóku 66.541 einstaklingur um víða veröld þátt í henni og tóku rúmlega þúsund Íslendingar þátt í henni. Þetta er í fertugasta sinn sem könnunin er gerð og tók hún til 66 landa.

Alþjóðleg könnun Gallupsamtakanna WIN/GIA er árlega hefð sem Dr. George Gallup, þáverandi formaður samtakanna, kom á árið 1977. Hún hefur verið framkvæmd árlega síðan. Alls var könnunin lögð fyrir 66.541 einstakling víðs vegar um heiminn. Í hverju landi var hún lögð fyrir um 1.000 manna úrtak sem endurspeglaði þjóðina. Könnunin var ýmist lögð fyrir augliti til auglitis (25 lönd; n=29.211), gegnum síma (13 lönd; n=10.754), á neti (25 lönd; n=23.947) eða með blandaðri aðferð (3 lönd; n=2.629). Gagnaöflun fór fram á tímabilinu október-desember 2016. Vikmörk í könnuninni eru +/- 3-5% miðað við 95% öryggismörk.

Á Íslandi var netkönnun lögð fyrir Viðhorfahóp Gallup dagana 22.11. – 1.12.2016. Heildarúrtaksstærð var 1.792 og þátttökuhlutfall var 59,4%.

Meirihluti þátttakenda álítur engin trú, kynþáttur eða menningarheimur sé öðrum æðri. Í nokkrum löndum er afstaða fólks nokkuð skipt til þessara spurninga og í tíu löndum er meirihluti fólks á öndverðu meiði. Þetta eru einkum lönd þar sem alvarlega deilur ríkja, annað hvort innanlands eða við aðrar þjóðir segir Kancho Stoychec, forseti Alþjóðlegu Gallupsamtakana.

Svíar, Frakkar og Íslendingar líklegastir til að vera ósammála fullyrðingunum

Svíar eru umburðarlyndastir þjóða heims samkvæmt könnuninni. Heil 68.3% svarenda þar í landi hafnar þeirri fullyrðingu að sum trúarbrögð séu æðri en önnur, 68.7% þeirra er ósammála að sumir kynþættir séu æðri öðrum og 56.3% Svía eru ósammála þeirri fullyrðingu að sumir menningarheimar séu æðri en aðrir.

Frakkar eru í öðru sæti í öllum flokkum, 65% þeirra er ósammála þeirri fullyrðingu að sum trúarbrögð séu æðri en önnur, 64.1% þeirra eru ósammála því að sumir kynþættir séu æðri öðrum og 53.4% Frakka eru ósammála því að sumir menningarheimar séu æðri en aðrir.

Í þriðja sæti eru Íslendingar. 57.9% þeirra er ósammála þeirri fullyrðingu að sum trúarbrögð séu æðri en önnur, 61.7% þeirra eru ósammála því að sumir kynþættir séu æðri öðrum og 53.2% Íslendinga eru ósammála því að sumir menningarheimar séu æðri en aðrir.

Stærstur hluti íbúa í Paragvæ, Bangladesh og Palestínu sammála fullyrðingunum

Íbúar Paragvæ eru að langstærstum hluta sammála því að sum trúarbrögð séu æðri öðrum, sem og sumir kynþættir. Meirihluti íbúa Suður-Ameríkuríkisins eru einnig á þeirri skoðun að sumir menningarheimar séu æðri öðrum. Sama er uppi á teningnum í Bangladesh og Palestínu en þar er fólk mun líklegra til að vera á þeirri skoðun að sumir menningarheimar séu æðri öðrum en í Paragvæ. Aðeins eitt Evrópuland er á listanum yfir lönd sem taka undir fullyrðingarnar að stærstum, Makedónía.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa