fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Hildur um Jón Þór: Ódýrt pólitískt vopn

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 1. júní 2017 16:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir óboðlegt að þingmenn brigsli um vitneskju og forsendur annarra þingmanna. Vísar hún í orð Jóns Þórs Ólafssonar þingmanns Pírata sem sagði í orðaskiptum við Hildi á Alþingi í dag að hún sæti í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en hefði ekki verið að sinna tillögum Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt:

Alþingi er með neitunarvald í þessu máli. Við höfum ekki fullnægjandi upplýsingar til að geta metið það sem hefur komið frá ráðherranum. Ef að þingmaður virkilega, virkilega, vill að unnið verði að byggja upp traust á grunnstoðum samfélagsins, Alþingi og dómstólum, þá getur háttvirtur þingmaður sem er í nefndinni en hefur ekki verið að sinna þessu máli fengið tíma til að fara yfir öll gögn málsins. Það er tími, til þess að vinna málið, það heitir 1.júlí,

Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata. Mynd/DV

sagði Jón Þór á Alþingi. Hildur segir á Fésbók að Sigríður Á. Andersen hafi komið fyrir nefndina og gert grein fyrir mati sínu og rökstuðningi:

„Mér fannst því lélegt að þingmaðurinn Jón Þór Ólafsson skyldi fullyrða í ræðustól Alþingis – þegar við tókumst á um hvað hefði komið fram fyrir nefndinni – að ég hefði ekki setið alla fundi nefndarinnar um þetta mál. Ég hef þvert á móti setið hverja einustu mínútu á öllum fundum nefndarinnar um þetta mál og heyrt hverja einustu setningu sem um málið var sögð,“

segir Hildur. Segir hún þetta lélegt pólitískt vopn hjá Jóni og undir það taka þingmennirnir Vilhjálmur Árnason, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Jóna Sólveig Elínardóttir:

Ég nenni nú yfirleitt ekki að röfla yfir svona löguðu, en það er óboðlegt af þingmönnum að brigsla öðrum þingmönnum í pontu þingsins um að þeir hafi ekki sömu forsendur og vitneskju í máli sem tekist er á um. Þingmenn allir ættu að forðast í lengstu lög að falla í þá freistni að grípa til svo ódýrra pólitískra vopna, sérstaklega í svona mikilvægri umræðu.

Umræða um tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt heldur áfram á þingi, kl.16 eru enn 11 þingmenn á mælendaskrá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa