fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Þingmenn stjórnarandstöðu ósáttir við svör ráðherra

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 9. maí 2017 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmenn Vinstri grænna, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í allsherjar- og menntamálanefnd gagnrýna Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra og ríkisstjórnina harðlega í tenglsum við mögulega sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Segja þingmennirnir í sameiginlegri yfirlýsingu að Kristján Þór hafi á opnum fundi nefndarinnar í morgun ekki getað staðfest að réttindi starfsmanna FÁ yrðu tryggð ef af yfirtöku Tækniskólans yrði og að nemendur skólans bæru engan skaða af framkvæmdinni.

Á fundinum kom fram að athugun á yfirtöku Tækniskólans á starfsemi FÁ hafi farið af stað í febrúar, áður en ríkisstjórnin lagði fram fjármálaáætlun sína, þar sem hvergi er minnst á þessar fyrirætlanir. Þar að auki hafi ráðherrann þagað um áformin þegar staða starfs- og verknáms var rædd í þingsal 24. apríl síðastliðinn. Kristján Þór sagði í morgun að hann hefði kynnt stjórnarþingmönnum þessi áform áður en málið rataði í fjölmiðla.

Minnihlutinn gagnrýnir að í stað þess að ráðast í heildarstefnumörkun um framhaldsskólastigið þá sé aðeins verið að skoða sameiningu Tækniskólans og FÁ:

Það liggur fyrir að hér er um að ræða pólitíska ákvörðun um að einkavæða hluta framhaldsskólakerfisins, því enn hafa ekki komið fram nein fagleg eða rekstrarleg rök að baki valinu á þessum tilteknu skólum.

Rætt verður um málið á Alþingi eftir hádegi í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði