fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Ólafur Ólafsson vill mæta fyrir þingnefnd

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 4. maí 2017 08:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ólafsson. Mynd: Sigtryggur Ari/DV

Ólafur Ólafsson athafnamaður og stærsti eigandi Samskipa hefur óskað eftir því að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Erindi Ólafs barst nefndinni síðasta föstudag og verður tekið fyrir í hádeginu í dag. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag, sagði Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar að verið sé að skipuleggja málsmeðferðina, hún snúi ekki einungis að skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu Hauck & Aufhauser að einkavæðingu Búnaðarbankans heldur einnig gögn sem varða einkavæðingu annarra banka.

Niðurstaða rannsóknarnefndarinnar var afgerandi, stjórnvöld hafi verið skipulega verið blekkt í aðdraganda og kjölfar sölu Búnaðarbankans. Sagði nefndin að ítarleg skrifleg gögn sýndu með óyggjandi hætti að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser, Kaupþing hf. á Íslandi, Kaupthing Bank Luxembourg og hópur manna sem vann fyrir og í þágu Ólafs Ólafssonar fjárfestis notuðu leynilega samninga til að fela raunverulegt eignarhald þess hlutar sem Hauck & Aufhäuser átti í orði kveðnu. Í raun var eigandi hlutarins aflandsfélagið Welling & Partners, skráð á Tortóla á Bresku Jómfrúaeyjum. Með fjölda leynilegra samninga og millifærslum á fjármunum, m.a. frá Kaupþingi hf. inn á bankareikning Welling & Partners hjá Hauck & Aufhäuser var þýska bankanum tryggt skaðleysi af viðskiptunum með hluti í Búnaðarbankanum.

Við skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur 30.janúar síðastliðinn sagði Ólafur að hann mundi ekki hver þáttur hans var í tilboðsgerð S-hópsins og samningaviðræðum við íslensk stjórnvöld um kaup hópsins á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum:

Þú getur ekki ætlast til þess að ég sé hérna, 15 árum síðar, að svara getgátum fjölmiðla. Bara I‘m sorry,

sagði Ólafur í janúar.

Í yfirlýsingu sem Ólafur sendi frá sér tveimur vikum eftir útgáfu skýrslunnar kom fram að hann telji mikilvægt að „kasta ljósi á þær nýju upplýsingar sem ég hafði ekki fengið aðgang að áður og niðurstöður eru dregnar af í rannsóknarskýrslunni.“

Réttur vettvangur til að bregðast við er að mínu mati fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, enda var niðurstaða rannsóknarnefndarinnar kynnt þar.

Ég geri mér vonir um að varpa þar ljósi á atburðarrásina og svara spurningum sem nefndin kann að beina til mín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum