fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Skipun útvarpsstjóra gagnrýnd: „Er þessu fólki alveg drullusama um fagleg sjónarmið?“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 31. maí 2017 09:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óðinn Jónsson dagskrárgerðarmaður, Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri og formaður Jafnréttisráðs og Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður. Samsett mynd/DV

Ákvörðun Þorsteins Víglundssonar félags- og jafnréttismálaráðherra um að skipa Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra sem formann Jafnréttisráðs mætir víða harðri gagnrýni.

Sjá frétt: Útvarpsstjóri skipaður formaður jafnréttisráðs

Segir Jakob Bjarnar Grétarson blaðamaður Vísis að þetta snúist ekki einungis um trúverðugleika RÚV í tengslum við jafnréttisráð heldur um allan opinberan rekstur:

Afsakið en ég fæ ekki orða bundist. Er þessu fólki alveg drullusama um fagleg sjónarmið? Fjölmiðlum er ætlað að veita hinu opinbera aðhald. Hvernig á RUV að fjalla um til dæmis þetta fyrirbæri með gagnrýnum og hlutlægum hætti þegar útvarpsstjóri er formaður þess?,

Tinna Traustadóttir varaformaður Jafnréttisráðs, Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra og Magnús Geir Þórðarson við skipunina í gær.

spyr Jakob Bjarnar á Fésbókarsíðu sinni og bætir hann við að það versta við þetta sé að þetta atriði virðist ekki hafa íhugað af ráðherra, hans fólki né útvarpsstjóra. Óðinn Jónsson dagskrárgerðarmaður og fyrrverandi fréttastjóri RÚV spyr að sama skapi hver á að veita Jafnréttisráði aðhald:

„Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins er skipaður án tilnefningar til að leiða ráðgefandi nefnd á pólitísku sviði ráðherrans sem skipaði hann. Ætli þetta hafi gerst áður? Jafnréttisráð veitir vonandi ráðherranum og fleirum aðhald. Hver á að veita Jafnréttisráði aðhald? Ríkisútvarpið?“

Guðfinna J. Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og Flugvallarvina tekur í sama streng, segir hún á Fésbók:

Bíddu nú er ég alveg hætt að skilja, fjölmiðlar eiga að veita stjórnvöldum aðhald og er það gert með því að skipa útvarpsstjóra sem formann jafnréttisráðs. Hvað næst, verður formaður SFS skipaður fiskistofustjóri?

RÚV hlaut nýverið gullmerki jafnlaunaúttektar PriceWaterhouseCoopers með 3,1% kynbundinn launamun undir stjórn Magnúsar Geirs, en í Fréttablaðinu í dag er sett spurningamerki við þá úttekt. Vísað er til fyrirspurnar Kolbeins Óttarsonar Proppé þingmanns VG sem lagði fram fyrirspurn til Kristjáns Þórs Júlíussonar menntamálaráðherra um hve hátt hlutfall verktaka væri í vinnu hjá RÚV. Í dálknum Frá degi til dags í Fréttablaðinu í dag er vitnað í orð Lönu Kolbrúnar Eddudóttur fyrrverandi dagskrárgerðarmanns hjá RÚV sem sagði að Kolbeinn muni aldrei fá svör við fyrirpurninni:

„Leynilegir verktakar eru vopn Efstaleitis í baráttunni gegn jafnrétti og jafnræði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa