fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Birgitta: Ekkert annað að gera en leggja fram vantraust á Sigríði Andersen

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 31. maí 2017 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata. Mynd/Sigtryggur Ari

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata segir að ef þingið fái ekki fullnægjandi rökstuðning og álit sérfræðinga varðandi ákvörðun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um að víkja frá áliti hæfnisnefndar um skipan dómara við Landrétt þá sé ekkert annað í stöðunni en að lýsa yfir vantrausti á ráðherra.

Í tillögu sinni vék Sigríður frá niðurstöðum hæfnisnefndarinnar og skipti úr fjórum dómurum, hefur einn þeirra, Ástráður Haraldsson sent opið bréf á forseta Alþingis þar sem tillaga ráðherra er sögð ólögmæt. Því hafnar ráðherra alfarið og segir að ráðherra hafi veitingarvaldið og sé heimilt að víkja frá niðurstöðum nefndarinnar.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.

Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata sagði sagði í bókun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að farsælla væri að fresta skipuninni um einn mánuð til að gefa ráðherra rými til að gera grein fyrir afstöðu sinni þar sem sérfræðingar sem komu á fund nefndarinnar hafi sagt að ákvörðun ráðherra myndi grafa undan trausti á dómskerfið.

Birgitta segir á Fésbók að ef þingið fái ekki fullnægjandi rökstuðning þá sé ekkert annað að gera en að leggja fram vantraust á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra fyrir þinglok í dag:

Það er alveg ljóst að ef við fáum ekki fullnægjandi rökstuðning og álit sérfræðinga að það sé fullnægjandi, að það sé ekkert annað að gera en að leggja fram vantraust á ráðherrann áður en þingið er úti. Meirihlutinn vill ekki verða við ósk minnihlutans um að það sé gætt að fagmennsku í þessu máli, það að varpa vantrausti á nýtt dómsstig er með öllu ólíðandi og að svo knappur meirihluti ætli sér að keyra þetta áfram, út af geðþótta dómsmálaráðherra er óþolandi og ólíðandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa