fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Útvarpsstjóri skipaður formaður jafnréttisráðs

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 30. maí 2017 14:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tinna Traustadóttir, Þorsteinn Víglundsson og Magnús Geir Þórðarson.

Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hefur verið skipaður formaður jafnréttisráðs. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra hefur skipað nýtt Jafnréttisráð samkvæmt lögum og er skipunartíminn til næstu þinskosninga. Varaformaður er Tinna Traustadóttir. Greint er frá þessu á vefsíðu ráðuneytisins.

Samkvæmt lögum á jafnréttisráð að starfa í nánum tengslum við Jafnréttisstofu og vera ráðherra og framkvæmdastjóra Jafnréttisráðs til ráðgjafar við stefnumótun í málum sem tengjast jafnrétti kynjanna. Sérstök áhersla skal lögð á að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Þá skal Jafnréttisráð undirbúa jafnréttisþing í samráði við ráðherra og leggja fyrir það skýrslu um störf sín

Þorsteinn fundaði með Magnúsi Geir og Tinnu í kjölfar skipunar ráðsins þar sem þau ræddu um verkefnin framundan. Ráðherra gerði að umtalsefni hvað mikilvægi Jafnréttisráðs eykst stöðugt og ræddi um að aukin áhersla á jafnréttismál í velferðarráðuneytinu kalli á mikla virkni ráðsins á næstu misserum:

Ég er mjög þakklátur því frábæra fólki sem hefur tekið að sér að leiða starf ráðsins á þessu kjörtímabili og spenntur fyrir samstarfinu framundan,

segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttisráðherra.

Jafnréttisráð er svo skipað:

Aðalmenn

  • Magnús Geir Þórðarson, skipaður án tilnefningar, formaður
  • Maríanna Traustadóttir, tiln. af Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja
  • Þórunn Sveinbjarnardóttir, tiln. af Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja
  • Pétur Reimarsson, tiln. af fjármálaráðuneyti og Samtökum atvinnulífsins
  • Einar Mar Þórðarson, tiln. af fjármálaráðuneyti og Samtökum atvinnulífsins
  • Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, tiln. af Samtökum um kvennaathvarf og Stígamótum
  • Kristín I. Pálsdóttir, tiln. af Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum
  • Hróðmar Dofri Hermannsson, tiln. af Félagi um foreldrajafnrétti
  • Anna Guðrún Björnsdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Guðrún Þórðardóttir, tiln. af Femínistafélagi Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands og Kvenréttindafélagi Íslands
  • Tatjana Latinovic, tiln. af Femínistafélagi Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands og Kvenréttindafélagi Íslands

Varamenn

  • Tinna Traustadóttir, án tilnefningar, varaformaður
  • Jóhann R. Sigurðsson, tiln. af Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja
  • Hlöðver Sigurðsson, tiln. af Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja
  • Kristín Þóra Harðardóttir, tiln. af fjármálaráðuneyti og Samtökum atvinnulífsins
  • Halldóra Friðjónsdóttir, tiln. af fjármálaráðuneyti og Samtökum atvinnulífsins
  • Sigþrúður Guðmundsdóttir, tiln. af Samtökum um kvennaathvarf og Stígamótum
  • Kristinn Schram, tiln. af Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum
  • Guðný S. Bjarnadóttir, tiln. af Félagi um foreldrajafnrétti
  • Bjarni Ómar Haraldsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, tiln. af Femínistafélagi Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands og Kvenréttindafélagi Íslands
  • Una Hildardóttir, tiln. af Femínistafélagi Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands og Kvenréttindafélagi Íslands
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa