fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Björn segir Fréttablaðið fara með öfugmæli: Óskhyggja á forsíðu

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 30. maí 2017 13:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason. Mynd/DV

Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að óskhyggju hjá stuðningsmönnum stjórnarandstöðunnar að telja að þingi ljúki með sigri stjórnarandstöðunnar og forsíðufyrirsögn Fréttablaðsins í dag „Sigur stjórnarandstöðunnar“, sé öfugmæli.

Segir Björn á vefsíðu sinni að fyrirsögnin minni á söluslagorð fyrir vöru sem þurfi að fegra með öfugmælum:

Í umræðunum í gær kom fram að ríkisstjórnin hafi lagt fram um 100 mál fyrir þingið frá því að hún var mynduð. Að sjálfsögðu var borin von að svo mörg mál yrðu afgreidd á þeim skamma tíma sem stjórnin og meirihluti hennar hafði til stefnu. Það er rétt mat að fresta þingi á áætluðum degi hvað sem líður afgreiðslu ótímabundinna ágreiningsmála,

segir Björn. Á sama tíma og ríkisstjórnarflokkunum er að takast að stilla saman strengi sé stjórnarandstaðan að splundrast vegna innri ágreinings:

Þessi niðurstaða fyrir þingfrestun verður Snærós Sindradóttur, blaðamanni Fréttablaðsins, tilefni forsíðufréttar undir fjögurra dálka stórfyrirsögninni í dag: Sigur stjórnarandstöðunnar. Fyrirsögnin minnir á söluslagorð fyrir vöru sem þarf að fegra með öfugmæli.

Fyrirsögnin vísar til þess að ekki verða settar á langar umræður um ágreiningsmál á þinginu – þau bíða einfaldlega afgreiðslu. Að telja þinghaldið sigur fyrir stjórnarandstöðuna er óskhyggja stuðningsmanna hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa