fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Fjármálaráðherra: „Ef við ætluðum að verða við öllum kröfum þá ná endar ekki saman“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 3. maí 2017 10:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar. Mynd/Sigtryggur Ari

Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra segir það hlutverk ríkisstjórnarinnar að hugsa um hag heildarinnar og ef að það ætti að verða við öllum kröfum um breytingar á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til 2022 þá myndi ríkið ekki ná endum saman.

Yfir 100 umsagnir um fjármálaáætlunina hafa borist og verið birtar á vef Alþingis, flestar mjög neikvæðar. Telja aðilar í ferðaþjónustu að hækkun á virðisaukaskatti á greinina sé ótæk en Benedikt hefur sagt að það komi ekki til greina að endurskoða þá ákvörðun og segir hann í samtali við Morgunblaðið í dag að hann heyri það víða að aðrir fagni því að nú muni ferðaþjónustan sitja við sama borð og aðrir.

Landspítalinn hefur gagnrýnt fjármálaáætlunina harðlega og var þeirri gagnrýni svarað á vef fjármálaráðuneytisins í gær, telur ráðuneytið að fullyrðingar spítalans um að samanburður við útgjöld Norðurlanda til heilbrigðismála standist ekki skoðun séu rangar. Útgjöldin séu sambærileg og ef þjónustan væri lakari þá væri öðru um að kenna en fjárframlögum ríkisins:

Landspítalinn tekur aukningu hjá okkur og ber saman við sína ósk um fjármagn og telur að aukningin sé niðurskurður af því að ekki er orðið við öllum óskum,

segir Benedikt í samtali við Morgunblaðið í dag. Segir hann jafnframt að það sé áhugavert að gagnrýnin snúist að því að útgjöldin í fjármálaáætluninni séu of lítil og tekjuáformin séu of mikil:

Ef við ætluðum að verða við öllum kröfum, ná endar ekki saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum