fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Sigmundur Davíð: Góða fólkið er búið að ná tökum á umræðunni – „Ráðist á fólk sem óvini mannkyns“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 29. maí 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins. Mynd/Sigtryggur Ari

„Það er opinbert leyndarmál að starf þingsins snýst að miklu leyti um að taka við málum utanfrá, frá ráðherrum og þá eru það iðulega mál sem eru samin í embættismannakerfinu. Þingmenn koma að málum að mjög litlu leyti og umræðan um málin… jú, ágætis umræða á nefndarfundum þar sem sérfræðingar koma og útskýra hvers vegna er verið að gera hlutina eins og verið er að gera þá. En alvöru rökræða sem leiðir til einhvers er mjög takmörkuð á Alþingi.“

Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun, ræddi hann um stofnun Framfarafélagsins um helgina þar sem fjölmenni kom saman í Rúgbrauðsgerðinni. Ítrekaði Sigmundur að félagið væri ekki stjórnmálaflokkur heldur vettvangur fyrir frjálsa umræðu fyrir hin ýmsu samfélagsmál. Sagði hann slíkan vettvang nauðsynlegan nú þar sem umræðan í dag sé ekki frjáls og ramminn sé stöðugt að þrengjast utan um hvað teljist sem eðlileg umræða.

Er það hans tilfinning að frjó umræða sé að minnka og að fjölmiðlar og háskólar séu ekki að sinna hlutverki sínu að skapa opna umræða. Það sé þó mikill munur á milli fjölmiðla en það þurfi að tíðkast meira að koma ólíkum sjónarmiðum að í stað þess að varpa fram tiltekinni heimsmynd:

Það sama á við um háskólana og þetta er sérstaklega áberandi í enskumælandi löndum, að umræðan er alltaf að þrengjast og menn eru farnir að líta svo á að þeir séu þar til að boða eitthvað fagnaðarerindi eða sérstaka sýn á tilveruna. Ýmsir háskólamenn hafa varað við þessari þróun og dæmi eru um að fólk hægra megin við miðju í Bandaríkjunum sé ekki lengur velkomið sem fyrirlesarar í mörgum háskólum. Þó ég sé ekki hægrimaður á finnst mér mikilvægt að það takist á hægri og vinstri sjónarmið og úr því verði einhver heilbrigð miðja,

sagði Sigmundur. Aðspurður um hvort „góða fólkið“ væri búið að ná yfirhöndinni sagði Sigmundur:

Já, það er búið að ná öllum tökum á umræðunni í samfélaginu. Að langmestu leyti. Ég held að á endanum sé það best fyrir alla að ólík sjónarmið fái að heyrast og menn tali sig að niðurstöðu með rökræðu.

Sigmundur Davíð segir að þegar hann hafi hitt leiðtoga annarra landa þá séu umræðurnar við kvöldverðarborðið allt öðruvísi en það sem sagt sé í fjölmiðlum, þetta sé dæmi um tregðu stjórnmálamanna við að þora að viðra hugmyndir.

Hættulegt þegar ekki er hægt að viðra hugmyndir

Nú sé staðan sú að möguleiki stofnana og stórra fjölmiðla að á stjórna upplýsingaflæði í samfélaginu sé að hruni kominn, sem dæmi geti forseti Bandaríkjanna náð til fjöldans með því að senda tíst úr símanum sínum. Það gildi hins vegar um bæði góðar og slæmar fréttir.

Segir Sigmundur að stjórnmálamenn, ekki einungis hér á landi, veigra sér við því að viðra skoðanir sínar af það komi þeim illa eða snúið sé út úr orðum þeirra. Nefnir hann sem dæmi umræður á milli forsætisráðherra sem hittist fundum, umræðurnar við kvöldverðarborðið séu mun opinskárri en það sem sagt sé í fjölmiðlum daginn eftir:

Það er óheppilegt þegar stjórnmálamenn telji að það komi þeim illa að velta einhverju upp. Þetta á ekki bara við í viðkvæmustu málaflokkunum, svo ekki sé talað um innflytendamál sem er einn viðkvæmasti málaflokkurinn. Þetta er að færast yfir í hina ýmsu málaflokka, tökum bara sem dæmi umræðu um heilbrigðismálin, ég er ekki hrifinn af einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu en samt, þegar að menn koma og benda á t.d. að verið sé að senda sjúklinga til útlanda í aðgerðir á einkastofnanir, en það megi ekki senda sjúklinga í samskonar aðgerð á samskonar stofnun á Íslandi fyrir jafnvel minni pening þá er ráðist á fólk sem óvini mannkyns í sumum tilvikum í stað þess að taka umræðuna. Ég tel það mjög hættulegt fyrir stjórnmálin ef þau þróast með þessum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa