fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Hjálmar er ósammála Frosta: Sjálfkeyrandi bílar taka alveg jafn mikið pláss

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 29. maí 2017 10:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Mynd/DV

„Ég held að öflugar almenningssamgöngur verði næstu áratugina og 21.öldina, mjög nauðsynlegar og óhjákvæmilegar. Það er gríðarlegur mannfjöldi sem þarf að komast á milli staða, það eru 90 þúsund bílar í Ártúnsbrekkunni, þeir voru 25 þúsund árið 1987. Og það mun ekkert breytast, fólk þarf að komast á milli staða hvort sem það er sjálfkeyrandi bíll eða bíll með bílstjóra. Ef að 90 þúsund sjálfkeyrandi bílar væru í Ártúnsbrekkunni þá mun það ekki breyta neinu.“

Þetta sagði Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í Morgunútvarpinu á Rás 2.

Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur.

Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi þingmaður sagði í fréttum Stöðvar 2 í síðstu viku að sjálfakandi leigubílar myndu taka yfir almenningssamgöngur með ógnarhraða á næstu árum sem þýddi að borgarlína og fluglest yrðu úrelt. Sagði hann sorglegt ef búið væri að eyða miklum fjármunum í almenningssamgöngur þegar allir myndu mæta á opnunina á sjálfkeyrandi ökutæki.

Því er Hjálmar ekki sammála og telur hann mikla þörf á öflugum almenningssamgöngum:

Það sem sjálfkeyrandi bílar munu að öllum líkindum gera er að gera mikinn fjölda bílastæða óþarfan inni á einkalóðum og við stóra vinnustaði. En þeir munu ekki minnka umferðina. Munurinn á plássi á sjálfkeyrandi bíl og venjulegum bíl er enginn í umferðinni, hins vegar er gríðarlegur munur á stórum vagni og bíl. Hann tekur 20 sinnum minna pláss. Þetta snýst um plássið á vegunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp