fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Oddný: Aðför að skólasamfélaginu

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 27. maí 2017 09:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar.

Oddný G. Harðardóttir skrifar:

Aðför að skólasamfélaginu

Sagt er að það séu þrír flokkar í ríkisstjórn en aðeins tveir skipti máli – Sjálfstæðisflokkurinn. Þetta er svolítið fyndið en því miður einnig svolítið satt. Síðustu áform menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni eru a.m.k. vísbending um að Sjálfstæðisflokkurinn ráði öllu í málefnum framhaldsskóla landsins.

Það var verulega umdeilt þegar að menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins í þáverandi hægristjórn árið 2004 og varaformaður flokksins, ákvað að einkarekinn Fjöltækniskólinn, sem áður hafði tekið yfir Vélskólann og Stýrimannaskólann, tæki yfir rekstur Iðnskólans í Reykjavík og nafnið breyttist í Tækniskólann.

Á síðasta kjörtímabili ákvað þáverandi menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins að Tækniskólinn yfirtæki einnig Iðnskólann í Hafnarfirði. Nú er fyrrum varaformaður Sjálfstæðisflokksins ráðherra Viðreisnar og ekki að undra að sá flokkur styðji að Tækniskólinn taki yfir rekstur Fjölbrautaskólans við Ármúla eins og núverandi menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur hugmyndir um.

Og nú er ég búin að nefna Sjálfstæðisflokkinn of oft í þessum pistli. En það er vegna þess að ég hef verulegar áhyggjur af því hvernig sá flokkur og hans fylgitungl í ríkisstjórninni vilja fara með skólakerfið.

Á Suðurlandi eru fjórir  góðir framhaldsskólar: Fjölbrautaskóli Suðurlands, Menntaskólinn á Laugarvatni, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu. Þeir eru ólíkir og tryggja fjölbreytileika í námsframboði ungmenna í landshlutanum.

Aðför Sjálfstæðismanna að skólasamfélaginu á Laugarvatni hófst á síðasta kjörtímabili. Nú sem aldrei fyrr verða Sunnlendingar að standa vörð um skólana í landshlutanum, þegar að stjórnvöld eru skammsýn og til alls líkleg. Við í Samfylkingunni stöndum með ykkur.

Greinin birtist fyrst í Suðra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Faðir Oscars ákærður
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi