fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Þingmaður Viðreisnar um árásirnar í Manchester: Við erum heppin að búa á Íslandi

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 23. maí 2017 15:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóna Sólveig Elínardóttir þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Samsett mynd/EPA

Jóna Sólveig Elínardóttir þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir að í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í Manchester í gærkvöldi þá séum við minnt á hvað við erum heppin að búa á Íslandi og við öryggistilfinninguna sem því fylgir:

„Á svona dögum, þegar sem hörmulegar árásir hafa átt sér stað í næstu nágrannaríkjum, finnst manni dálítið eins og allt sem maður segir sé óviðeigandi, ónærgætið og fáránlegt. Hugur minn er hjá bresku þjóðinni, fórnarlömbum árásanna og fjölskyldum þeirra,“

segir Jóna Sólveig á Fésbók. 22 manns létu lífið, þar af börn og unglingar, nýjustu fregnir herma að átta ára stúlka hafi látið lífið í Manchester í gærkvöldi. 59 særðust. Jóna Sólveig segir að atburður sem þessi minni okkur á hvað við erum heppin að búa á Íslandi:

Við erum minnt á hvað við erum heppin hér heima á Íslandi að búa við eins sterka öryggistilfinningu og við gerum.
Við erum heppin að búa í einu friðsælasta ríki heims við hvað mestan jöfnuð allra ríkja í heiminum auk þess sem við fáum við fregnir af því að við búum við annað besta heilbrigðiskerfi í heiminum.
Þetta er sannarlega gleðiefni og hvatning til þess að gera enn betur.

Segir Jóna Sólveig að Ísland eigi að vera leiðandi á ýmsum sviðum með frjálslyndi að leiðarljósi:

Ísland á að vera leiðandi í heiminum þegar kemur að velferð, heilbrigði, jafnrétti, mannréttindum og menntamálum. Og alltaf auðvitað með frjálslynd að leiðarljósi.
Við eigum að halda áfram á þeirri framfarabraut sem að við erum á. Hinn vestræni heimur þarf á því að halda að vestrænar, frjálslyndar þjóðir sýni og sanni velgengni sína sem slíkar. Sýni og sanni að frjálslynd viðhorf eru framfararviðhorf. Að frjálslynd viðhorf skapa forsendur fyrir jöfnuði, að frjálslynd viðhorf byggja undir velferð, stuðla að jafnrétti, virðingu fyrir mannréttindum og auki hamingju landsmanna.
Við eigum að vera þar. #Viðreisn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi