fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Tæplega séð að Sigmundur Davíð eigi möguleika á að endurheimta formannssætið

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 22. maí 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Samsett mynd/DV

Ákveðið var á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins um helgina að flokksþingi Framsóknarmanna verði flýtt til janúar 2018, en upphaflega stóð til að halda flokksþingið um haustið. Því fagnaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður flokksins og sagði hann það mikinn sigur en hann mun líklega freista þess að fella Sigurð Inga Jóhannsson formann, sem felldi Sigmund Davíð eftirminnilega úr formannsstólnum síðasta haust.

Sagði Sigmundur í samtali við RÚV að niðurstaða miðstjórnarfundarins staðfesti að það er meira en bara afmarkaður hluti flokksmanna ósáttur við stöðuna:

Það er að minnsta kosti ekki hægt að halda því fram eftir þennan fund að það sé bara einhver afmarkaður minnihluti flokksmanna sem er ósáttur við stöðuna. Það er öðru nær,

Egill Helgason fjölmiðlamaður.

sagði Sigmundur. Egill Helgason segir í pistli hér á Eyjunni að Framsóknarmenn eigi ekki auðvelt líf framundan með flokksþing í janúar þar sem líklegast skerist í odda, annar óvissuþáttur er veðrið en það er vel hugsanlegt að illfært verði um hávetur:

„Tæplega verður séð að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi möguleika á að endurheimta formannssætið, slíkt myndi magna upp hjaðningavíg í flokknum,“

segir Egill. Vitnar hann í orð þeirra Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga, hefur Sigmundi orðið tíðrætt um breytingar sem hafa orðið á stjórnmálunum, en Sigurður Ingi sagði ekki tilefni til að breyta stefnunni þótt einhverjir segðu að heimurinn væri að breytast:

En hver er sú stefna, hverjir eru þeir straumar, af hverju erum við að missa; vilja menn feta sig á slóð forseta Bandaríkjanna eða Le Pen í Frakklandi og fleiri úr þeim ranni? Er einhver í þessum sal sem telur að þar liggi tækifæri Framsóknarflokksins? Er einhver sem telur að með því að víkja frá hefðbundnum gildum flokksins muni fylgið sópast að honum?

Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins.

Egill segir engan sérstakan sáttatón í orðum Sigurðar Inga, en Sigmundur Davíð býður heldur ekki upp á sættir. Svo sé alltaf möguleiki á að Lilja Alfreðsdóttir varaformaður taki við sem formaður, en hún hefur átt á ágætu sambandi við bæði Sigmund og Sigurð, segir Egill að það mætti túlka það sem svo að hún sé klofvega í flokknum en hún hefur hins vegar ekki viljað segja af eða á hvort hún gefi kost á sér til formanns:

Það er skiljanlegt á þessum tímapunkti, enda getur margt gerst þangað til í janúar. En Lilja, líkt og Sigurður Ingi, er ætti að geta unnið hvort tveggja til hægri og vinstri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi