fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Lilja „hirti“ stjórnarþingmann – Tímaspursmál hvenær hún verður formaður

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 22. maí 2017 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins tók sterklega til orða á þingi í morgun í kjölfar orða Jónu Sólveigar Elínardóttur þingmanns Viðreisnar og formanns utanríkismálanefndar Alþingis. Í svari sínu við spurningu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur þingmanns Vinstri grænna sagði Jóna Sólveig að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra væri í öðrum flokki en hún, flokki sem talaði fyrir áfram­hald­andi auka­að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu í gegnum EES:

…en ég er í Við­reisn sem er galopin fyrir því að kanna og kynna síðan fyrir lands­mönnum þá kosti sem fylgja fullri aðild að ESB, og leyfa þjóð­inni síðan sjálfri að velja hvað hún vill gera í þeim efn­um,

Jóna Sólveig Elínardóttir þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar.

sagði Jóna Sólveig. Lilja sagði þetta óboðlegt:

„Það er með al­gjörum ólík­ind­um, að for­maður utan­rík­is­mála­nefndar komi hér í pontu og geri hrein­lega lítið úr stefnu utan­rík­is­ráð­herra þjóð­ar­innar hvað þennan mála­flokk varð­ar. Væri ekki miklu heið­ar­legra af Við­reisn að segja sig frá þessu rík­is­stjórn­ar­sam­starfi? Mér finnst þetta óboð­leg­t,“

sagði Lilja. Jóna Sólveig svaraði að það skipti málið að ólíkum sjónarmiðum flokka væri haldið á lofti í þingsal og að stefna utanríkisráðherra hamlaði ekki hennar málfrelsi. Lilja sagði það sjálfsagt en það væru hrein og bein kosningasvik að flokkur eins og Viðreisn hafi talað um það fyrir kosningar að vilja inn í ESB en þegar á hólminn væri komið væri ekki að sjá að stefnumál Viðreisnar hefðu ratað inn í stjórnarsáttmálann, kölluðu þá þingmenn Viðreisnar en Lilja svaraði því með:

Það er rosa­leg við­kvæmni hérna. Þing­menn Við­reisnar koma hingað og leyfa ekki við­kom­andi þing­manni að klára mál sitt. Það sýnir að maður snertir við ein­hverjum afskap­lega við­kvæmum bletti. Það er auð­vitað ekki nógu gott fyrir hátt­virta þing­menn Við­reisn­ar.

Össur Skarphéðinsson. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Tímaspursmál hvenær Lilja verður formaður

Greint var frá þessum umræðum í hádegisfréttum RÚV og skrifar Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra af því tilefni á Fésbók:

„Hirting“ er vísast orðið sem má nota um meðferð Lilju Daggar Alfreðsdóttur á annars ágætum og upprennandi þingmanni Viðreisnar í fréttum RÚV í hádeginu. Maður sá stundum svona takta í borgarstjórn fyrr á árum þegar þar var á dögum klóbeittur fulltrúi Framsóknar sem yfirleitt lét menn í friði nema hann væri áreittur,“

segir Össur, bætir hann við:

Lilja er annars einn örfárra þingmanna, og sá eini nýi, sem virðist hafa pólitískt bit. Sigmundur Davíð býr að vísu yfir burðum til að snúa þinginu á hvolf hvenær sem hann vill en það er einsog hann nenni því ekki. – Það er ekki óhugsandi að Framsókn fikri sig upp á skynsemdarrófinu og þá er einungis tímaspursmál hvenær Lilja verður formaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn