fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Er allt sem byrjar á einka rosalega slæmt?

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 21. maí 2017 19:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/dv.is

Sigurður Jónsson ritstjóri Reykjaness skrifar: 

Miklu moldviðri er nú þyrlað upp af mörgum vinstri mönnum og reynt að telja okkur trú um að allt sé best til þess fallið ríkið sjái um rekstur þess.Hefur reynslan sýnt það að ríkisvaldið sé best til þess fallið að allt sé undir forsjá þess? Ætla vinstri menn virkilega að halda því fram að skattpeningur almennings sé best nýttur með því að ríkið sjái um allan rekstur í landinu. Vinstri menn reyna að setja upp að allt sem byrjar á einka, s.s. einkaskóli, einkasjúkrahús o.s.frv. hljóti að vera svakalegt fyrir hinn almenna borgara. Hugsast gæti að einhverjir gætu haft einhverjar krónur í sinn vasa fyrir góðan rekstur. Vinstri menn hafa náð góðum árangri í að blekkja fólk. Umræðan er ekki látin snúast um hvort þetta sé hagstætt fyrir þann sem notar þjónustuna eða hvort hann greiðir sama og ef ríkið sæi um reksturinn. Er það betra fyrir ríkið að fela öðrum reksturinn og fæst sama eða meiri þjónusta fyrir sömu upphæð. Þess er vandlega gætt af vinstri mönnum að ræða ekki þessa hluti.

Nú er verið að skoða hagkvæmni þess að sameina framhaldsskóla við Tækniskólann, en hann er einkarekinn. Hvers vegna ákveða vinstri menn það fyrirfram að það sé hrikalega slæmt. Margir skólar eru í einkarekstri og gengið vel. Einkarekstur er á leikskólum í mörgum sveitarfélögum. Hér í Garðinum hefur leikskóli bæjarins verið í einkarekstri áratugum saman. Það hefur verið hagstætt fjárhagslega fyrir foreldra. Það hefur verið hagstætt fyrir bæjarsjóð. Kannski hefur rekstraraðili haft einhvern hagnað, en er það ekki allt í lagi?

Hverjir mega hagnast og hverjir ekki?

Einkarekstur á sjúkrastofnunum er mikið eitur í beinum margra vinstri manna. Í þeirra hugum er það aðeins ríkið sem að sjá um allt sem lítur að heilbrigðismálum. Ekki er spurt hvort það sé heppilegra fyrir alla aðila að í sumum tilfellum sé hreinlega heppilegra að það sé ekki ríkið sem annist reksturinn. Er ekki aðalatrið að reyna að hjálpa fólki að ná heilsu en ekki að það þurfi að bíða mánuðum saman eftir að komast að með öllum þeim þjáningum sem því fylgir.

Annars er skrítið að fylgjast með málflutningi vinstri manna þegar engin sem fæst við heilbrigðismál má skila hagnaði.Hvað með tannlækna? Eru þeir ríkisstarfsmenn? Nei. Geta þeir greitt sé arð? Já.

Hvað með Apótekin? Eru þau rekin af ríkinu? Nei. Geta þau greitt sé arð? Já. Hvaðan kemur stærstu hluti greiðslnanna? Frá Sjúkratryggingastofnun Íslands eins og til einkasjúkrahúsa.

Hvað með Össur stoðtækjagerð? Er það ekki hluti af heilbrigðisþjónustu? Hefur það fyrirtæki skilað arði? Já,miklum.

Margt fleira væri hægt að nefna sem ekki er rekið af ríkinu þótt ríkið greiði til viðkomandi stofnunar t.d. Hrafnista og Heilsuhælið í Hveragerði.

Að sjálfsögðu á ríkið að greiða myndarlega til heilbrigðismála og það þarf að aukast. Það hlýtur samt alltaf að vera stóra spurningin hvernig best er hægt að nýta skattpeningana. Það er alveg ljóst að besta nýtingin er ekki að ríkið eigi að sjá um allan reksturinn.

Greinin er leiðari Reykjaness.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn