fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Garður skuldlaus bæjarsjóður

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 20. maí 2017 08:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/nat.is

Bæjarstjórn Garðs samþykkti ársreikning Sveitarfélagsins Garðs fyrir árið 2016 eftir síðari umræðu á fundi sínum þann 3. maí 2017.  Niðurstöður ársreiknings eru mjög jákvæðar, eins og eftirfarandi upplýsingar bera með sér.

Samanlagðar rekstrartekjur A og B hluta voru alls kr. 1.277,8 milljónir, í fjárhagsáætlun voru heildartekjur áætlaðar kr. 1.207,4 milljónir.  Rekstrartekjur A hluta sveitarsjóðs voru alls kr. 1.243,5 milljónir, þar af voru skatttekjur kr. 719,9 milljónir og framlög frá Jöfnunarsjóði kr. 366,6 milljónir.

Rekstrarafgangur sveitarsjóðs í A hluta, fyrir afskriftir og fjármagnsliði var kr. 108 milljónir, en í áætlun ársins áætluð kr. 86,5 milljónir.  Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs í A hluta var afgangur kr. 58,5 milljónir, í áætlun ársins var áætlaður afgangur kr. 31,1 milljón.

Í samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði afgangur kr. 133,4 milljónir, en í fjárhagsáætlun var afgangur áætlaður kr. 117,1 milljón.  Rekstrarafkoma A og B hluta var afgangur kr. 60,9 milljónir, en í fjárhagsáætlun var áætlaður rekstrarafgangur kr. 25,3 milljónir.

Í sjóðstreymisyfirliti er veltufé frá rekstri í samandregnum reikningi A og B hluta kr. 170,5 milljónir, handbært fé frá rekstri kr. 161,6 milljónir.  Handbært fé í árslok 2016 var kr. 457,4 milljónir og hækkaði á árinu um kr. 121,4 milljónir.  Í fjárhagsáætlun 2016 var gert ráð fyrir að handbært fé hækkaði um kr. 55,2 milljónir á árinu.  Veltufjárhlutfall var í árslok 2,92.

Heildar eignir bæjarsjóðs í A hluta voru alls kr. 3.040,2 milljónum og heildar eignir í samanteknum efnahagsreikningi A og B hluta voru kr. 3.222,4 milljónir.  Eiginfjárhlutfall var 81,9%.

Heildar skuldir og skuldbindingar bæjarsjóðs í A hluta voru kr. 542,5 milljónir og í samanteknum reikningi A og B hluta kr. 582,7 milljónir.  Í árslok 2016 voru engar vaxtaberandi skuldir efnahagsreikningi bæjarsjóðs í A hluta, en alls kr. 60,4 milljónir í reikningi B hluta.  Skuldahlutfall A og B hluta, skv. reglugerð 502/2012 er 8,06% í árslok 2016.

Eins og ársreikningur ársins 2016 ber með sér er efnahagslegur styrkur sveitarfélagsins mikill.  Eignir eru miklar og skuldir mjög litlar.  Reksturinn skilar ágætum afgangi, þannig að fjárfestingar og framkvæmdir eru alfarið fjármagnaðar með skatttekjum án þess að sveitarfélagið hafi þurft að ráðast í lántökur.

Greinin birtist fyrst í Reykjanesi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“