fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Elliði ósáttur: „Það verður að vera til plan B“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 2. maí 2017 09:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum er ekki par sáttur við stöðuna á samgöngum á milli lands og eyja, segir hann óboðlegt að ekki hafi verið búið að ganga frá því að ferjan sem á að sinna samgöngum til og frá Vestmannaeyjum á meðan Herjólfur er í slipp í Danmörku sé ekki með leyfi til að sigla til Þorlákshafnar.

Líkt og Eyjan greindi frá í morgun þá liggja samgöngur niðri til og frá Vestmannaeyjum. Landeyjahöfn er lokuð vegna veðurs, sama gildir um flugið og ferjan Baldur sem á að sinna siglingum er ekki með leyfi til að sigla til Þorlákshafnar.

Þetta er algjörlega óboðlegt að fengin sé til afleysinga fyrir Herjólf ferja sem ekki ræður við siglinga til Þorlákshafnar,

Landeyjahöfn er lokuð vegna veðurs, sigla átti þangað kl. 8:30 í morgun en sú ferð féll niður.

segir Elliði í samtali við Eyjuna. Nú getur sú staða komið upp að ekki verði siglt frá Vestmannaeyjum í þrjár vikur, segir Elliði að næsta skref í stöðunni sé að Vegagerðin fái undanþágu fyrir Baldur til að sigla til Þorlákshafnar, er hann bjartsýnn að það verði gert á næstunni:

„En þetta sýnir betur en margt annað hver staðan er hjá okkur, svona lagað á að vera frágengið.“

Elliði segir að krafan sé sú að samgönguyfirvöld tryggi samgöngur til Vestmannaeyja, þar búi meira en 4 þúsund manns með gríðarlega öflugt atvinnulíf:

Eitt er að glíma við veður og vinda, en annað er að glíma við sleifarlag í vinnubrögðum opinberrar stofnunar. Veðrið er nú oft betra í maí og við vonum að það verði ekki flöskuháls, það verður að vera til plan B.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum