fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Aldraðir í heimahúsum: Lausn eða syndaaflausn?

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 14. maí 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Getty

Ögmundur Jónasson skrifar:

Um aldamótin var fyrir alvöru farið að tala fyrir því að í stað þess að aldraðir flyttust á stofnanir þegar heilsan gæfi sig, skyldi róið að því öllum árum að þeir yrðu sem lengst heima. Það væri öllum fyrir bestu, hagkvæmari lausn fyrir hið opinbera og hagfelldari fyrir einstaklingana.

Þetta tókum við flest sem gott og gilt, enda hver vill ekki vera heima hjá sér eins lengi og kostur er?

Ekki sama lausn fyrir alla

Að sjálfsögðu er þetta ekki einhlítt. Íbúar á bóndabæ í afskekktri sveit eru líklegri til að njóta lakari heimaþjónustu en íbúar í þéttbýli. Og fjöldi fólks býr við einmanaleika og aðrir þrá margmennið og félagsskapinn á stofnunum. En síðan eru það öll hin sem best kunna við sig á sínu gamla heimili. En til þess að dæmið gangi upp hlaut góð heimaþjónusta að sjálfsögðu að vera óaðskiljanlegur hluti þessarar stefnu. Ef þarna yrði ekki stökkbreyting fram á við myndi þessi stefna aldrei verða annað en í skötulíki.

Eitt í orði, annað á borði

En hvað gerist svo? Stofnanaúrræðum er hlutfallslega fækkað og í samræmi við það dregið úr fjárveitingum til stofnana, enda eigi nú allir að vera heima. Samfara þessu er fólki sagt, alla vega á hátíðarstundum, að nú verði aldeilis gerð að því gangskör að veita öldruðu fólki, sem heldur sig við heimili sitt, aðstoð svo um muni til að reka heimili sitt og sinna líkamlegum og félagslegum þörfum heima við.

Ögmundur Jónasson.

Frábært starfsfólk en álagið of mikið!

Inn í heimahjúkrun og heimaaðhlynningu sækja að jafnaði kröftugir starfsmenn, einstaklingar sem treysta sér til að starfa sjálfstætt og sýnir reynslan að þeir eru einmitt traustsins verðir. Hins vegar er svo naumt skammtað fénu til þessa málaflokks að alltof mörg verkefni hvíla á öxlum alltof fámennrar sveitar starfmanna. Varla eru þeir búnir að sinna einu verkefni þegar þeir eru kallaðir í næsta. Og ef veikindi koma upp í starfsmannahópnum, að ekki sé minnst á sumarleyfistímann eða jól og páska, þegar viðbótar þörf er á afleysingum, þá kemur í ljós að ókunnandi og óvant fólk er ekki fært um að sinna þessu mjög svo vandasama verkefni.

Og niðurstaðan er …

Niðurstaðan er því sú að á meðan ekki er fjölgað verulega í þeim hópi sem þessu sinnir, mun það bitna á skjólstæðingum þjónustunnar með skertri þjónustu og einnig á starfsfólkinu með óbærilegu álagi.

Hið opinbera, ríki og sveitarfélög, þegja þunnu hljóði um þetta ófremdarástand. Í orði kveðnu er búið að „leysa vandann“ með nýrri stefnu – allir áfram heima. Það á að vera lausnin og í leiðinni væntanlega syndaaflausn fyrir fjárveitingarvaldið sem skammtar öldrunarstofnunum úr hnefa eins og raun ber vitni.

Bað einu sinni í viku!

Á sama tíma er ósjálfbjarga fólki á gamals aldri í heimahúsum sagt að því miður fái það ekki aðstoð við þvotta og böð nema einu sinni í viku! Og nú spyr ég um þessa annars ágætu stefnu, aldraðir heima, er þetta raunveruleg lausn eða er þetta syndaaflausn fyrir aðhaldssamt fjárveitingarvald?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“