fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Meirihluti Íslendinga andvígur veggjöldum

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 13. maí 2017 18:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veggjöld eru innheimt í Hvalfjarðargöngum. Þau eru eina samgöngumannvirki landsins þar sem slík gjöld eru við lýði.

Ekki er annað að sjá en að Íslendingar séu neikvæðir gagnvart hugmyndinni um innheimtu veggjalda til að standa straum af rekstri þjóðvega á Íslandi. Þetta sýnir nýleg könnun MMR.

Á heildina sögðust tæp 56 prósent andvíg veggjöldum. Þar af voru rúm 39 mjög andvíg. Einungis rétt rúm 25 prósent eru fylgjandi og aðeins 6,9 prósent mjög fylgjandi. Hvorki með né á móti teljast vera 18,9 prósent.

Karlar reyndust líklegri en konur til að vera andvígir veggjöldum. Lítill munur var aftur á móti á kynjunum þegar hlutfall þeirra sem sögðust fylgjandi vegtollum er skoðað. Af körlum kváðust 25 prósent vera fylgjandi og 26 prósent kvenna.

Af þátttakendum á aldrinum 18–29 ára kváðust 32 prósent vera hvorki andvíg né fylgjandi veggjöldum. Með auknum aldri jókst hlutfall þeirra sem voru fylgjandi veggjöldum en 29 prósent þátttakenda 68 ára og eldri sögðust fylgjandi.

Íslendingar búsettir á landsbyggðinni reyndust líklegri til að vera andvígir innheimtu veggjalda heldur en íbúar höfuðborgarsvæðisins.

Tekjuminna fólk virðist ívið meira á móti veggjöldum en þeir sem eru tekjuhærri.

Ef fylgi við veggjöld er skoðað út frá því hvaða stjórnmálaflokka fólk segist hliðhollt þá reyndist stuðningsfólk Pírata og Samfylkingarinnar töluvert líklegri en stuðningsflokk annarra flokka til að vera mjög andvíg innheimtu veggjalda. Stuðningsfólk Viðreisnar reyndist aftur á móti mun líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að vera frekar eða mjög hlynnt veggjöldum eða 45 prósent.

Birtist í landshlutafréttablaðinu Vesturlandi. Það má lesa á netinu með því að smella á hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“