fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Jóna Sólveig: Verum opin

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 13. maí 2017 20:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóna Sólveig Einarsdóttir, þingkona Viðreisnar.

Jóna Sólveig Elínardóttir skrifar: 

Það er mikilvægt að læra af öðrum en ekki síður mikilvægt að vera opin fyrir því að deila með öðrum því sem við gerum vel og einkennir okkur.

Ég fékk tækifæri til að taka til máls á tveimur fundum erlendis fyrir skömmu og mig langar að deila með ykkur dæmum um það hvernig við getum nýtt alþjóðasamstarf bæði til hagsmunagæslu fyrir Ísland en líka til að kynna menningu lands og þjóðar.

Á fundi Norðurlandaráðs fyrir nokkru ræddi ég um mikilvægi fjölþjóðasamstarfs gegn mansali. Það er mikilvægt málefni í sjálfu sér en fyrst við nutum þjónustu túlka þá nýtti ég líka tækifærið og tók til máls á íslensku. Íslenskan er nefnilega partur af því sem að við eigum að kynna og miðla á alþjóðavettvangi. Hún er einstök og samgróin menningu okkar og sjálfsmynd.

Þá sótti ég þingmannaráðstefnu um utanríkis- og öryggismál ESB og vakti þar athygli á mikilvægi þess að konur séu þátttakendur í umræðum og ákvarðanatöku um varnar- og öryggismálum. Ísland nýtur virðingar og það er litið til okkar þegar kemur að baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og við eigum því að nýta hvert tækifæri til að kynna okkar málstað í þeim efnum. Þannig byggjum við upp jákvæða ímynd landsins og þannig getum við haft jákvæð áhrif langt út fyrir landsteinana!

Nú er tekið að vora og ferðamenn streyma á Suðurlandið. Tölum við þá um íslenskuna, segjum „Góðan daginn“, „takk“ og „bless“, kynnum þeim sérstöðu lands og þjóðar. Þannig erum við öll þátttakendur í hagsmunagæslu fyrir Ísland á alþjóðavettvangi.

Greinin birtist fyrst í Suðra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“