fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Skora á Þorgerði Katrínu að friða Eyjafjörð

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 10. maí 2017 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Fjölmargir hagsmunaaðilar í veiði, hvalaskoðun, útivist og sjómennsku við Eyjafjörð skora á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi á laxi. Segja þeir að fyrirhugað risaeldi á 10.000 tonnum af laxi myndi spilla hreinni ímynd fjarðarins, skaða hagsmuni ferðaþjónustu, valda smábátaeigendum búsifjum, bitna harkaleg á villtum laxi sem gengur í árnar á svæðinu og að öllum líkindum eyða sjóbleikjustofninum í Eyjafirði.

Í áskorun til ráðherra segir meðal annars:

Við undirrituð tökum heilshugar undir efasemdir þínar um fyrirhugað sjókvíaeldi á laxi í Eyjafirði. Einnig lýsum við yfir ánægju með ummæli þín þar sem þú segist vilja gæta varúðar og verja náttúruna gegn umhverfisspjöllum af völdum laxeldis í sjó.

Við leggjumst alfarið gegn sjókvíaeldi á laxi í Eyjafirði. Fyrirhugað risaeldi á 10.000 tonnum af laxi myndi spilla hreinni ímynd fjarðarins, skaða hagsmuni ferðaþjónustu, valda smábátaeigendum búsifjum, bitna harkalega á villtum Atlantshafslaxi sem gengur í ár á svæðinu og að öllum líkindum eyða sjóbleikjustofnum í Eyjafirði.

Eyjafjörður. Mynd/Wikimedia commons

Þá segir ennfremur að atvinnuuppbygging í Eyjafirði séu ein helstu rök með áðurnefndum laxeldisáformum:

Ljóst er að þessi áform geta spillt náttúrugæðum fjarðarins og stórspillt möguleikum fjölda atvinnugreina  sem stundaðar eru í Eyjafirði og geta því á engan hátt verið innlegg í umræðu um uppbyggingu atvinnulífs fjarðarins og nærbyggða.

Skora aðilarnir á ráðherra að friða Eyjafjörð fyrir öllu sjókvíaeldi á norskum laxi á grundvelli laga um náttúruvernd og laga um verndun villtra laxa og silungsstofna. Nú þegar hafi Faxaflói, Breiðafjörður, Húnaflói, Skagafjörður, Skjálfandaflói, Þistilfjörður, Bakkaflói, Vopnafjörður og Héraðsflói verið friðaðir og ekki sé hægt með nokkru móti hægt að benda á haldbær rök þess efnis að Eyjafjörður ætti að falla utan slíkra friðunaraðgerða náttúrunni til handa.

Undir þetta rita hvalaskoðunarfyrirtækið Ambassador, Bergmenn fjallaleiðsögumenn, Klettur félag smábátaeigenda og veiðifélög Svarfaðardalsár, Hörgár, Eyjafjarðarár, Fnjóskár, Laxár í Aðaldal, Skjálfandafljóts, auk Stangveiðifélagsins Flúða, Flugunnar á Akureyri og Stangaveiðifélags Akureyrar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði