fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Þorsteinn: „Taumlaus vöxtur ferðaþjónustu er ekki eftirsóknarverður“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 1. maí 2017 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Getty

Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir taumlaus vöxtur ferðaþjónustu hér á landi sé ekki eftirsóknarvert og efast hann um að hækkun á virðisaukaskatti í greininni muni setja hana á hliðina.

Á Fésbókarsíðu sinni birtir Þorsteinn línurit yfir verðþróun á gistingu frá árinu 2010 sem hefur tvöfaldast á 7 árum:

Í stuttu máli hefur verðið lið­lega tvö­fald­ast á sama tíma og almennt verð­lag hefur hækkað um 23%. Á sama tíma hefur nýt­ing­ar­hlut­fall gisti­rýma auk­ist jafnt og þétt,

Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra.

segir Þorsteinn. Þegar litið sé á þessar tölur þá séu hamfara spár ekki trúverðugar, en slíkar spár komi ekki á óvart því sjaldgæft sé að atvinnugreinar taki skattahækkunum fagnandi. Segir Þorsteinn tilgang skattahækkananna tvíþættann:

„Í fyrsta lagi að hemja þann stjórn­lausa vöxt sem verið hefur í ferða­þjón­ustu á und­an­förnum miss­erum, Í öðru lagi að lækka almenna þrep virð­is­auka­skatts­ins sem þýðir að allur almenn­ingur mun borga aðeins lægri virð­is­auka en ferða­menn aðeins hærri. Þannig nýtur þá almenn­ingur þess upp­gangs sem verið hefur í þess­ari mik­il­vægu atvinnu­grein.“

Segir Þorsteinn að horfa verði til samfélagslegra þolmarka ekki síður en efnahagslegra áhrifa sem vöxtur ferðaþjónustunnar hefur haft undanfarin ár:

Taumlaus vöxtur ferðaþjónustu er ekki eftirsóknarverður. Í flestum greiningum sem unnar hafa verið á vegum greinarinnar sjálfrar hefur raunar ítrekað verið varað við áherslu á mikla fjölgun ferðamanna. Mikilvægara sé að horfa til aðgangsstýringar og virðisauka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum