fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Áhrifamenn innan Framsóknarflokksins vilja Sigmund Davíð í borgarmálin

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 1. maí 2017 05:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Áhrifamenn innan Framsóknarflokksins eru sagðir vilja Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þingmann og fyrrverandi forsætisráðherra, í framboð í borgarmálin og að hann leiði lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina í næstu sveitastjórnarkosningum en þær fara fram í maí á næsta ári. Sigmundur Davíð segir rétt vera að þetta hafi verið rætt við hann. Hann er nú þingmaður og situr í utanríkismálanefnd en hann hefur lengi haft áhuga á skipulagsmálum og hefur látið í sér heyra varðandi skipulagsmál í miðborginni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag.  Þar er haft eftir Sigmundi að það sé ekkert launungarmál að hann hafi mikinn áhuga á málefnum sveitarfélaganna og skipulagsmálum.  Hann tók einnig fram að hann hafi skyldum að gegna við kjördæmi sitt sem þingmaður og geri ráð fyrir að halda sig við landsmálin. Hann sagði einnig að málefni sveitarfélaganna og skipulagsmál tengist landsmálunum en á því sviði sé margt sem honum finnist þörf á að bæta.

Sigmundur Davíð hefur ekki legið á skoðunum sínum hvað varðar skipulagsmál og viðraði meðal annars skoðanir sínar á þeim á meðan hann gegndi embætti forsætisráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum