fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Eyjan

Fylgishrun hjá Bjartri framtíð og Viðreisn

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 23. mars 2017 08:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hefur nú starfað í rúman mánuð. Ef kosið væri í dag myndi Sjálfstæðisflokkurinn bæta við sig fylgi en hinir tveir flokkarnir næðu ekki inn manni. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Fylgishrun blasir við stjórnarflokkunum Viðreisn og Bjartri framtíð, myndi hvorugur flokkurinn ná manni inn á þing ef kosið væri í dag. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins í dag myndi Viðreisn fá 3,1 prósent atkvæða og Björt framtíð 3,8 prósent. Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst og myndi hann fá 32 prósent atkvæða og verða stærsti flokkurinn á þingi.

Vinstri grænir yrðu næst stærsti flokkurinn á þingi með 27,3%, Píratar standa nánast í stað frá kosningum með 14,3%. Samfylkingin bætir við sig og myndi fá 8,8% atkvæða. Framsóknarflokkurinn yrði minnsti flokkurinn á þingi, með 7% atkvæða.

Könnunin var gerð dagana 20. og 21. mars. Hringt var í 1.242 manns þar til náðist í 791. Svarhlutfallið var 63,7% og tóku 58,1% afstöðu. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann