fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Eyjan

Oddviti Samfylkingarinnar um Eurovisionmálið: Hvað með fulltrúa Ísraels?

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 22. mars 2017 15:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og Imri Ziv söngvari. Samsett mynd/DV

Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði vonar að ferill fulltrúa Ísraels í Eurovision í ár verði skoðaður jafn náið og fulltrúi Rússlands. Pressan greindi frá því í hádeginu að fulltrúa Rússlands, hinni 27 ára gömlu Julu Samoylovu, er meinaður aðgangur að Úkraínu þar sem hún kom fram á tónleikum á Krímskaga, en það er brot á úkraínskum lögum að fara þangað án þess að fara í gengum úkraínska landamærastöð.

Sjá frétt: Hneyksli vofir yfir Eurovision í Úkraínu

Gunnar Axel segir í athugasemd við fréttina á Fésbók að sömu lögmál hljóti að gilda um keppanda Ísraels:

Vonandi verður farið með sama hætti yfir feril fulltrúa Ísraels í keppninni. Komi í ljós að þeir hafi komið fram á svæðum sem Ísrael hefur hertekið og í trássi við alþjóðalög þá hlýtur það sama að gilda um þá,

segir Gunnar Axel. Þess má geta að fulltrúi Ísraels í Eurovision í ár er söngvarinn Imri Ziv, mun hann syngja lagið I feel alive, hann gengdi herskyldu á sínum yngri árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Ísak Snær til Lyngby
Eyjan
Í gær

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks sleit fundi Alþingis án umboðs

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks sleit fundi Alþingis án umboðs
Eyjan
Í gær

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu kostulega ræðu flissandi Guðlaugs á Alþingi í dag „ÞETTA ER GEGGJAÐUR DAGUR“

Sjáðu kostulega ræðu flissandi Guðlaugs á Alþingi í dag „ÞETTA ER GEGGJAÐUR DAGUR“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir