fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Píratar vilja fleiri flóttamenn – Skiptar skoðanir um hælisveitingar

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 23. febrúar 2017 15:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/EPA

Meirihluti Pírata vill taka á móti fleiri flóttamönnum, en fáir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar flokksins. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar MMR sem birtist í dag um afstöðu fólks til fjölda flóttamanna sem fá hæli hér á landi. Athygli vekur að svarendur skiptust mjög eftir aldri í svörum sínum. Karlar eru líklegri til að telja að tekið sé á móti of mikið af flóttafólki og menntunarstig hefur einnig mikil áhrif á svör.

Könnunin fór fram dagana 10. til 15. febrúar og tóku 908 manns þátt í henni, 18 ára og eldri.

Ef svör eru skoðuð eftir kynjum kemur í ljós að 28% karla telja að tekið sé við of mikið af flóttafólki en 20% kvenna. Konur eru mun líklegri til að telja að hæfilegum fjölda sé veitt hæli hér en helmingur þeirra telur að svo sé en aðeins 40% karla. Alls sögðust 32% karla vilja að fleiri flóttamenn fái að koma til Íslands og 30% kvenna.

Aldursskiptingin var einnig skýr í svörum fólks. Fólk á aldrinum 50-67 ára var mun líklegra en aðrir aldurshópar til að telja tekið við of mikið af flóttafólki eða 35%. Í hópi þeirra sem voru 68 ára og eldri var stærstur hluti eða 54% þeirrar skoðunar að magnið væri hæfilegt. 37% svarenda á aldrinum 18-29 ára voru þeirrar skoðunar að tekið væri við of fáu flóttafólki, einungis prósentustigi meira en í aldurshópnum 30-49 ára.

Búseta hefur ekki mikil áhrif annað en menntun

Þegar svör eru skoðuð eftir búsetu kemur í ljós að svipaður fjöldi höfuðborgarbúa (43%) og landsbyggðarbúa (48%) telur að hæfilegur fjöldi flóttafólks fái að setjast hér að. Af höfuðborgarbúum telja 33% að taka eigi við fleiri flóttamönnum en aðeins 26% landsbyggðarbúa.

Svör fólks voru mjög mismunandi eftir menntunarstigi. Af þeim sem lokið höfðu grunnskólaprófi sögðust 38% of mikið af flóttafólki fá að koma til Íslands en aðeins 9% þeirra sem lokið höfðu háskólaprófi. Helmingur háskólamenntaðra vill að tekið sé við fleirum en aðeins 15% þeirra sem lokið hafa skyldunámi.

Afar fáir kjósendur Framsóknar og Sjálfstæðisflokks vilja fleiri flóttamenn til landsins

Skoðanir eru sömuleiðis mjög skiptar eftir stjórnmálaskoðunum. Aðeins 7% stuðningsfólks Framsóknar og 8% stuðningsfólks Sjálfstæðisflokksins telja að taka eigi við fleiri flóttamönnum. 36% kjósenda Framsóknar segja að of margir fái að koma hingað og 34% kjósenda Sjálfstæðisflokks.

Heil 57% kjósenda Pírata eru þeirrar skoðunar að taka skuli við fleiri flóttamönnum. Aðeins 12% kjósenda þeirra telur fjöldann of mikinn. Kjósendur Bjartrar framtíðar eru þar næst á eftir en 52% þeirra vilja fá fleiri flóttamenn til landsins, síðan koma Vinstri grænir þar sem helmingur svarenda vill fá fleiri flóttamenn og 46% kjósenda Samfylkingarinnar. Af kjósendum Viðreisnar vilja 41% fá fleiri flóttamenn til landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?