fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Eyjan

Launalækkun þingmanna ekki á dagskrá

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 23. febrúar 2017 11:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata. Mynd/DV

Alþingi felldi tillögu þingmanna Pírata um sett yrði á dagskrá þingfundar í dag frumvarp þingflokks Pírata um kjararáð. Líkt og Eyjan hefur greint frá vildu Píratar breyt­a lögum um kjara­ráð fyrir næstu viku til að kjararáð kveði upp nýjan úrskurð sem feli í sér launa­lækkun Alþing­is­manna og ráð­herra sem sam­svari því að laun þeirra fylgi almennri launa­þróun frá 11. júní 2013. Við upphaf þingfundar í dag sagði Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata að málið væri brýnt og þyldi ekki bið vegna óvissunnar á vinnumarkaði.

Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra stigu upp í pontu og sögðu að þeir styddu ekki málið. Svandís Svavarsdóttir þingmaður Vinstri grænna sagði sinn flokk hins vegar styðja að málið færi á dagskrá í dag til að þingið myndi glíma efnislega við tillögu Pírata. Tillagan var að lokum felld með 37 atkvæðum gegn 18.

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins. Eyjan/Gunnar

Sigurður Ingi minnti á að formenn allra flokka og forsvarsmenn, þar á meðal Pírata, hefðu komið saman í desember og fjölluðu um það hvernig ætti að taka á þessu kjararáðsmáli. Þá var komist að niðurstöðu að ekki sé möguleiki á að fella úrskurðinn úr gildi, heldur yrði skrifað bréf til forsætisnefndar þar sem beðið var um aðgerð til að lækka laun þingmanna um 150 þúsund krónur:

Mér finnst það tvískinnungsháttur ef við ætlum að fara skipta hér um skoðun í dag og taka málið til umfjöllunar og tel eðlilegt að það komi ljós nú þegar hvaða afstöðu við höfum til þessa máls með því að taka málið annaðhvort á dagskrá eða vísa því frá,

sagði Sigurður Ingi. Benedikt Jóhannesson sagði Viðreisn ekki styðja málið og tók í sama streng og Sigurður Ingi:

Við skrifuðum forsætisnefnd Alþingis og óskuðum eftir því að hún breytti viðmiðunargreiðslum. Hér er málið hins vegar tekið upp með mikilli skyndingu. Við skulum ekki gleyma því að það eru fjórir mánuðir frá því úrskurður kjararáðs féll. Það er algjör fyrirsláttur að tala um að hér séu að koma fram einhverjar nýjar upplýsingar núna. Við höfum vitað um úrskurðinn og við sjáum engar forsendur til þess að menn taki þetta mál upp núna með skyndingu til að reyna að berja sér á brjóst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt