Sóley Tómasdóttir, fyrrum oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn Reykjavíkur tjáði sig um það sem hún telur vera ,Trumpvæðingu‘ Íslands á Facebook síðu sinni nú fyrr í dag. Sóley leggur nú stund á nám í fjölmenningarfræðum við Radboud háskóla í Nijmegen. Hún segir að áhrifa forseta Bandaríkjanna gæti greinilega víðar en hægra megin í pólítík því finna megi fyrir áhrifum hans í þjóðfélagsumræðunni hér á landi.
Þar á hún við meðal annars að menn eins og Einar Steingrímsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson séu álitsgjafar þegar kemur að umræðunni um launamun kynjanna. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanríkisráðherra, fær að koma í umræðuþátt líkt og Silfrið á RÚV ,,eins og hann hafi ekki áreitt frænku sína og misnotað konur í Austantjaldslöndunum í boði íslensku þjóðarinnar‘‘ og Sverrir Stormsker skrifar grein í Morgunblaðið.
Auk þess segir Sóley að það komi sér spánskt fyrir sjónir að Óttar Guðmundsson geðlæknir sé fenginn til að ræða um kynferðislegt ofbeldi í Síðdegisútvarpi RÚV en þar sagði hann meðal annars að konur gætu engum nema sjálfum sér um kennt ef þær verða fyrir því að myndir af þeim séu birtar án leyfis þeirra.
Að konurnar, þær eru að senda af sér nektarmyndir af brjóstum eða kynfærum til einhvers sem þær treysta — einhver elskhugi sem tekur myndina og svo þegar sambandið súrnar þá náttúrulega setur hann myndina á netið og þá er konan allt í einu orðin ægilegt fórnarlamb,
sagði Óttar í Síðdegisútvarpinu.
Þessi ummæli Óttars hafa farið sem eldur í sinu um samfélagsmiðla og fullyrt að þær séu ekki í samræmi við dómaframkvæmd hér á landi samkvæmt grein Maríu Rúnar Bjarnadóttur lögfræðings á vefsíðunni Lagalega lífstílsbloggið – The Legal/Lifstyle Blog.
Færsla Sóleyjar í heild sinni:
Þorvarður Pálsson
thorvardur@eyjan.is