Hildur Sverrisdóttir hefur beðist lausnar sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hildur var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, en vegna sorglegs fráfalls Ólafar Nordal er hún orðin þingmaður. Marta Guðjónsdóttir tekur við af Hildi í borgarstjórn þegar lausnarbeiðni hennar verður tekin fyrir 7. mars næstkomandi. Fram að því hyggst Hildur koma útistandandi málum í góðan farveg:
Ég mun halda áfram að vinna fyrir Reykvíkinga í störfum mínum á Alþingi eins og við á. Ég þakka gott samstarf við borgarfulltrúa og embættismenn borgarinnar undanfarin ár,
segir Hildur. Þegar Hildur hættir formlega verða tveir þingmenn einnig fulltrúar í sveitarstjórn, en Theodóra S. Þorsteinsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar er einnig bæjarfulltrúi í Kópavogi og Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er einnig bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ.