Ásta Guðrún Helgadóttir, þingkona Pírata, birti nú fyrir skömmu afsökunarbeiðni á Facebook síðu sinni vegna ummæla sem hún lét falla í Silfrinu á RÚV um liðna helgi. Þar sagði Ásta að hún sæi ekki fram á að geta keypt sér íbúð í náinni framtíð þrátt fyrir að vera með um 800 þúsund krónur í laun á mánuði eftir skatt.
Ásta segir í afsökunarbeiðni sinni að hún geri sér grein fyrir því að hennar fjárhagslegu aðstæður séu ekki sambærilegar við aðstæður ungs fólks almennt. Hún segist skilja vel hvernig sumum hafi þótt ummælin óviðeigandi og hugsanlega særandi.
Hennar meining hafi verið að benda á þær miklu verðhækkanir sem hafi orðið á íslenskum húsnæðismarkaði undanfarin misseri og sérstaklega hvaða áhrif það hafi á ungt fólk, sumt nýkomið úr námi og á vinnumarkað. Það eigi margt erfitt með að ná fótfestu á leigu- og húsnæðismarkaði líkt og Ásta hafi sjálf upplifað áður en hún hóf þingmennsku sína.
Færsla Ástu í heild sinni: