fbpx
Fimmtudagur 24.júlí 2025
Eyjan

Ungir Píratar gagnrýna Óttar harðlega: Berst gegn rafrettum meðan heilbrigðiskerfið er fjársvelt

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 20. febrúar 2017 11:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra.

Stjórn Ungra Pírata lýsir yfir miklum áhyggjum af forgangsröðun og áherslum heilbrigðisráðherra í heilbrigðismálum. Þá kemur það okkur algjörlega í opna skjöldu að heilbrigðisráðherra vilji að rafrettur heyri undir sömu lög og almennt tóbak.

Þetta segir í yfirlýsingu frá Ungum Pírötum, sem send var Eyjunni.

„Það er af mörgum stórum málum að taka í heilbrigðiskerfinu, en frá árinu 2003 hefur fjársvelti og niðurskurður verið lýsandi fyrir stefnu stjórnvalda. Yfirlýsingar Óttarrs Proppé um að engar stefnubreytingar verði frá þeirri stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur markað veldur stjórn Ungra Pírata áhyggjum og við skorum á ráðherra að einbeita sér að því að auka gæði heilbrigðisþjónustunnar, tryggja velferð sjúklinga og ánægju heilbrigðisstarfsfólks, eins og Píratar lögðu til í aðdraganda alþingiskosninga 2016,“ segir þar.

„Því miður virðist ráðherrann hafa kosið að eyða tíma sínum í önnur mál og eru rafrettur dæmi um slíkt. Þrátt fyrir að rannsóknir bendi til þess að svokallaðar rafrettur séu mun áhættuminni kostur heldur en venjulegar sígarettur hefur ráðherrann lýst því yfir að hann vilji flokka þær með hefðbundnu tóbaki. Við fordæmum þessa vanhugsuðu forræðishyggju, sem mun væntanlega leiða til þess að færri láti af reykingum en ella og mun því ekki draga úr krabbameinstilfellum. Læknar hafa kallað eftir skýrum reglum, en ekki því að eitt helsta hjálpartæki fólks sem vill hætta að reykja verði hækkað í verði, gert óaðgengilegra og úthýst úr almannarými á svipaðan hátt og hefur verið gert með sígarettur sem þátt í tóbaksvörnum.

Ungum Pírötum þykir þessi tillaga heilbrigðisráðherra bera vott um slaka forgangsröðun í heilbrigðismálum og dómgreindarleysi þegar kemur að skaðminni valkostum í stað tóbaks.

Við fordæmum þessa tillögu og skorum á ráðherra að kynna sér rannsóknir í tóbaksvarnarmálum betur og forgangsraða rétt í heilbrigðismálum,“ segja ungir píratar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?