Á blaðamannafundi í Mar-a-Lago tilkynnti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, um skipun nýs þjóðaröryggisráðgjafa. Þrátt fyrir að Trump hafi einungis verið 32 daga í embætti hefur einn slíkur ráðgjafi fallið úr skaftinu. Það var Michael Flynn en hann sagði af sér eftir að upp komst að hann hafði logið að Mike Pence, varaforseta, um samskipti sín við ráðamenn í Rússlandi.
Arftaki Flynn er H.R. McMaster, hershöfðingi og mikilsvirtur sérfræðingur í herkænsku. Þegar Trump tilkynnti ráðningu McMaster sagði hann að þar væri á ferðinni:
Maður mikilla hæfileika og mikillar reynslu. Hann er vel metinn af öllum í hernum.
McMaster starfaði fyrir bandaríska herinn í Írak og Afghanistan og barðist þar gegn spillingu í stjórnkerfi landana.
Fyrsta val Trump sem arftaka Flynn, fyrrum aðstoðaraðmírállinn Robert Harward, hafnaði beiðni Trump af persónulegum ástæðum. Ekki þarf samþykki þingdeilda fyrir skipun þjóðaröryggisráðgjafa.