fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

Stundum blöskrar manni hversu kaldrifjuð pólitíkin getur verið þegar kemur að málefnum eldra fólks

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 20. febrúar 2017 12:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum náttúrulega varið miklum tíma í að koma á framfæri röksemdum og sjónarmiðum sem varða fjárhag eldra fólks. Það hefur verið misjafnlega tekið undir það og stundum blöskrar manni hversu kaldrifjuð pólitíkin getur verið þegar kemur að málefnum eldra fólks“, segir Ellert B. Schram, fv. alþingismaður og ritstjóri DV, en hann er nýkjörinn formaður Félags eldri borgara.

Ellert segist þeirrar skoðunar að það eigi ekki að gilda neinar takmarkanir á því hversu mikla peninga eldri borgarar sem eru á vinnumarkaði vinni sér inn. „Það á ekki að vera neitt frítekjumark og þeir sem hafa lægstu eftirlaunin frá Tryggingastofnun eiga ekki að borga af þeim skatt“, segir hann.

„Þetta er svo lág upphæð,“ segir hann í samtali við vefinn Lifðu núna. Varðandi viðbótartekjur sem eldri borgarar vinna sér inn, telur Ellert eðlilegt að þeir greiði af þeim skatt, á sama hátt og aðrir sem vinna fyrir viðbótartekjum.

„Ég hef hvorki sóst eftir að fara í stjórn félagsins né að verða formaður stjórnarinnar, en er glaður og þakklátur fyrir að fólk skuli treysta mér fyrir þessu. Ég mun gera mitt besta, það er ekki á hverjum degi sem svona gamall maður er beðinn um að verða formaður í svona stóru félagi, með rúmlega 10.000 félagsmenn. Þetta er líklega Íslandsmet“, segir Ellert og hlær. „Úr því menn vilja hafa mig í forystunni finnst mér skylda mín að verða við því. Mér finnst ég þannig vera ákveðin fyrirmynd, fólk er ekki dottið út og komið fram yfir síðasta söludag þó það sé komið á  áttræðisaldur“.

Ellert segir að Félag eldri borgara eigi ekki að merkja sig ákveðnum stjórnmálaflokki og þurfi að vera í góðu sambandi við stjórnvöld. „Við þurfum að reyna að koma málstað þeirra öldruðu á framfæri  og leysa þau viðfangsefni sem við er að glíma í sátt og með stuðningi allra þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi og í sveitarstjórnum,“ segir hann.

Ekki megi ekki gleyma þeim sem eru komnir á efri ár, þó þeir séu hættir að vinna og hættir að taka þátt í samfélaginu. „Þetta fólk er búið að skila sínu og í dag er þetta kynslóðin sem gerbreytti íslensku samfélagi,“ segir Ellert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan taldi sig hafa neitunarvald – hélt þinginu í gíslingu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan taldi sig hafa neitunarvald – hélt þinginu í gíslingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB