fbpx
Fimmtudagur 24.júlí 2025
Eyjan

Sjómenn samþykktu kjarasamning

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 19. febrúar 2017 21:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú verður handagangur í öskjunni þegar fiskiskipaflotinn lætur úr höfn eftir rúmlega tveggja mánaða verkfall. Meðal annars bíður loðnuvertíð þar sem 17 milljarðar eru taldir í húfi.

Sjómenn samþykktu naumlega kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Alls voru 623 þeirra sem greiddu atkvæði samþykkir nýjum samningi en 558 á móti. Átta kjörseðlar voru auðir og ógildir. Þar með er ljóst að 52,4% þeirra sem greiddu atkvæði voru samþykkir en 46,9% vildu hafna samningnum.

Kjörsókn var 53,7%. Alls voru 2.214 á kjörskrá en 1.189 greiddu atkvæði.

Samningar voru undirritaðir aðfaranótt laugardagsins og atkvæðagreiðsla um þá fór fram í gær og í dag.

Með samþykkt nýs kjarasamnings er rúmlega tveggja mánaða sjómannaverkfalli er lokið. Mörgum er eflaust létt enda var áhrifa verkfallsins farið að gæta víða í samfélaginu, ekki einungis í sjávarútvegnum heldur ýmsum þjónustugreinum honum tengdum. Nú bíður það verkefni að koma flota og fiskvinnslu aftur í gang.

Meðal annars stendur loðnuvertíð fyrir dyrum. Óveiddur er 196 þúsund tonna loðnukvóti íslenskra skipa.

Gríðarlega mikið lá undir að samningar yrðu samþykktir. Vísast hefði orðið pólitískt uppnám hefðu sjómenn hafnað þeim eins og nærri varð raunin. Hitt er svo annað að menn virðast hafa verið þvingaðir til samninga undir hótunum, sjá nánar nýjasta pistil Orðsins á götunni hér á Eyjunni. Hann má lesa með því að smella hér. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?