Bill Gates, einn af stofnendum og aðaleigendum Microsoft-fyrirtækisins og auðugasti maður heims, telur að greiða eigi skatta af róbótum sem fækki störfum.
Þannig megi vega upp á móti því skattalega tapi sem hið opinbera verði fyrir þegar störfum fækki og róbótar taki við af manneskjunum.
Í dag greiði fólkið skatta af sínum tekjum.
Með því að skattleggja róbótana megi afla tekna til að standa straum af kostnaði við störf sem krefjist mannlegra samskipta svo sem í tengslum við velferð og umönnun.
Gates setti þessar hugmyndir fram í viðtali við Quartz sem birtist á föstudag. Í myndbandinu hér fyrir neðan ræðir hann um þetta: