fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Eyjan

Loftslagsmál – já,takk

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 18. febrúar 2017 17:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ari Trausti Guðmundsson

Ari Trausti Guðmundsson þingmaður Vinstri grænna skrifar

Lítill vafi leikur á að Parísarsamkomulagið boðar merk tímamót. Allt of langur tími leið með slappa Kyoto-bókun frá 1997 sem alþjóðagrunn að átaki gegn hlýnun jarðar af mannavöldum. Enda hefur hallað hratt á verri hlið í þeim efnum og kapphlaup um að nýta sem mest jarðefnaeldsneyti verið í hámarki árum saman, og færst norður á bóginn. Samtímis hefur skógarrányrkja verið hörmuleg og eyðimerkurmyndun samsvarað allt að 80.000 ferkm á ári.

 

Göfug markmið

Þegar meta á nýtt og viðamikið samkomulag 193 þjóða og spegla það yfir á Ísland, er úr vöndu að ráða. Ramminn er góður og gildur enda þótt vafi geti leikið á hvort meðalhitinn hækkar um 1,5, eða 3,0 gráður fyrir aldarlok. Svo mikil er óvissan um neikvæð keðjuáhrif helstu umhverfisþátta sem stýra veðurlagi á ólíkum svæðum heims, t.d. dæmis hverju lítil hafíshella á norðurslóðum veldur, ef meðalhitastig hækkar enn um 1,0-1,5 stig. Við höfum aðeins nokkra áratugi að spila úr ef dæma má af hraða breytinganna í náttúrunni sem við óttumst mest, minnug þess að voldugir, náttúrulegir atburðir geta kollvarpað umhverfisstýringu manna.maspila s m skattfæéferðugt.gasa þegar fam m eins og einu með fyrisjan Á heimsvísu stendur mest upp á tug ríkja, þau stóru og hagvaxtargrimmustu, nokkur önnur ríki sem byggja nær alla afkomu sína á jarðolíu, og helstu stórfyrirtæki í sama geira eða öðrum, t.d. matvælaframleiðslu. Þau lúta í raun ekki þjóðstjórnum. Munu menn í raun og veru ganga á eigin hagnaðarvonir og eyða gífurlegum fjármunum í uppbyggingarsjóð COP21 (100 milljarða dollara á ári) og enn fremur í nýsköpun í orkugeiranum? Munu þróunaraðstoð og orkulausnir handa þróunarríkjunum ýta undir minni heildarlosun kolefnisgasa? Leggja ríkisstjórnir nægilegt fé í fjárfestingar sem gefa meira af sér í umhverfistilliti en peningarentu? Hvað gerir nýr forseti Bandaríkjanna?

 

Víðtæk áhrif

Samkomulagið hefur mikil og flókin áhrif á nær öllum sviðum samfélaga. Bókhald allra ríkja á að gera andófið gegn hlýnun sýnilegt og verður að vera sannferðugt. Samningurinn mun hafa áhrif á daglegt líf fólks í þá veru að skerða vanabundin umsvif eða hleypa upp verði á ýmsu sem við teljum sjálfsögð gæði. Það leggur ríkar skyldur á stjórnvöld við að upplýsa almenning um ótal hluti, útskýra samhengi aðgerða og ýta undir samstöðu, þvert á stjórnmálin. Við sjálf verðum að leggja okkur fram og mögla í hófi. Um leið verða þeir sem mestu ráða að hlusta á gagnrýni, jafnt sérfræðinga sem fyrirtækja og almennings.

 

Og litlu við

Hvað litla Ísland varðar er af nógu að taka. Okkar framlag við minni losun kolefnisgasa er brotabrot af heildinni og nánast ósýnilegt. En miðað við íbúafjölda er það gríðarstórt; eitt stærsta vistspor heims miðað við höfðatölu. Og framlag til tæknilausna og aukinnar þekkingar, hvort sem er í jarðhitafræðum, jöklafræðum, sjávarútvegi eða landgræðslu, næstum ómetanlegt. Margtuggin eru málefnin sem við verðum að sinna: Uppgræðsla, lífræn ræktun, skógrækt, endurheimt votlendis, allt til að binda kolefni. Líka minni losun í iðnaði, nýting eldfjallagasa í orkuverum, minni losun í landbúnaði, sjávarútvegi, ferðaþjónustu og samgöngum, engin olíu- eða gasvinnsla á íslensku hafsvæði og betri nýting vara og hráefna. Alls staðar vantar nýjar reglur, virkari umhverfisskatta, aðgerðaáætlanir með hvatningu, boðum og bönnum, markmiðum og skýrri fjármögnun. Það eru verkefni sem endurskoðun heildaráætlunar eftir Parísarfundinn kalla eftir og þarf að vinna á sem allra skemmstum tíma, líkt og ný stjórnvöld hafa lofað en geta sennilega ekki fjármagnað með aðhaldsstefnu sinni.

 

Kolefnishlutlaust Ísland

Benda verður á að aukin binding kolefnis er ekki afsökun fyrir aukinni losun, heldur verður binding og minni losun að verka saman ef takast á að minnka kolefnisspor þjóðarinnar um 30-40% á 10-15 árum. Viðnám gegn losun kolefnisgasa frá þjóðinni losar okkur ekki við ábyrgð á brennslu olíu og gass, sem við hefðum tekjur af, færi svo að eitthvað slíkt kæmi upp norðaustur af landinu. Röksemdin um að efnin séu hollari en kol hrekkur skammt því ekki má snerta nema 25-30% af þekktum birgðum olíu, kola og gass í heimi hér. Veröldin þarf ekki á íslenskri olíu að halda og við sjálf ekki heldur enda eigin notkun okkar úr hugsanlegum milljarða tunna birgðum ekki gild röksemd. Olían er til annars staðar og veruleg orkuskipti heima fyrir í nánd. Ísland í góðu kolefnisjafnvægi er ekki tálsýn en kallar á mjög svo breytta stefnu fjármála og hjá ríkinu, breytta stefnu sveitarfélaga og fyrirtækja, sem þegar hafa stigið fram, mörg hver, og líka skýran vilja fólks almennt. Við í VG göngum lengra en inntak samkomulagsins frá París. Við flytjum þingsályktunartillögu um kolefnishlutlaust Ísland fyrir 2040 og um að fullmótuð aðgerðaráætlun verði borin undir Alþingi fyrir 1. maí 2017.

Höfundur er 6. þingmaður Suðurkjördæmis

Birtist fyrst í Suðra. Smelltu hér til að lesa blaðið í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mikill meirihluti Íslendinga ánægður með beitingu kjarnorkuákvæðisins

Mikill meirihluti Íslendinga ánægður með beitingu kjarnorkuákvæðisins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti