fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Meirihluti sveitarfélaga greiðir fyrir skólagögn barna

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 21. ágúst 2017 09:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: DV

Ríflega tvöfalt fleiri sveitarfélög ætla að útvega grunnskólabörnum skólagögn s.s. ritföng og pappír án endurgjalds á nýhöfnu skólaári en gerðu það í fyrra, samtals 41 sveitarfélag. Þá ætla 17 sveitarfélög að draga úr kostnaðarþátttöku nemendanna vegna skólagagna. Þetta er niðurstaða könnunar Velferðarvaktarinnar sem Maskína framkvæmdi.

Velferðarvaktin hefur á liðnum árum lagt áherslu á að sveitarfélög haldi kostnaði heimila vegna skólasóknar barna í lágmarki þannig að slík útgjöld komi síður niður á námi og lífi barna í efnalitlum fjölskyldum.

Í könnuninni var haft samband við öll sveitarfélög í landinu og meðal annars spurt hvort nemendur í grunnskólum á þeirra vegum þyrftu sjálfir að greiða fyrir námsgögn s.s. ritföng og pappír, hvort sveitarfélögin greiddu þennan kostnað að fullu eða að hluta og jafnframt hvort þau hefðu sett sér einhverja stefnu hvað þetta varðaði. Spurt var hvernig þessum málum var háttað á síðasta skólaári og hvernig þeim yrði háttað á því sem er að hefjast.

Siv Friðleifsdóttir formaður Velferðarvaktarinnar.

Alls ætlar 41 sveitarfélag, 55%, að greiða skólagögn nemenda að fullu á þessu skólaári og eru það ríflega tvöfalt fleiri sveitarfélög en í fyrra, sem voru þá 17, 23%. Til viðbótar þeim sveitarfélögum sem ætla að afnema greiðsluþátttöku nemenda að fullu ætla 17 sveitarfélög að draga úr kostnaðarhlutdeild nemenda í skólagögnum. 78% sveitarfélaga hafa ýmist ákveðið að greiða að fullu fyrir námsgögn nemenda sinna eða lækka kostnaðarhlutdeild þeirra miðað við síðastliðið skólaár.

Kostnaðarþátttaka upp á tugi þúsunda á svig við anda grunnskólalaga og Barnasáttmála SÞ

Siv Friðleifsdóttir formaður Velferðarvaktarinnar segir fagnaðarefni að meirihluti sveitarfélaga hafi tekið ákvörðun um að fella niður eða lækka þennan kostnað hjá nemendum líkt og könnunin leiðir í ljós:

Velferðarvaktin hefur einnig lagt til að 31. grein grunnskólalaga sem kostnaðarþátttakan hefur byggst á verði endurskoðuð. Könnun Sambands íslenskra sveitarfélaga leiddi í ljós að upphæðirnar sem nemendur hafa þurft að greiða fyrir námsgögn eru mjög mismunandi, allt frá 0 kr. upp í rúmar 22.000 kr. á nemanda. Velferðarvaktin telur að kostnaðarþátttaka barnafjölskyldna upp á tugi þúsunda króna fyrir skólagögn samrýmist hvorki anda Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna né grunnskólalaganna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?